Skoðun

Ég vel Höllu Hrund í liðið mitt

Guðmundur Þórður Guðmundsson skrifar

Halla Hrund er mjög skynsöm og vel menntuð kona. Hún er einlæg og heiðarleg og það geislar af henni. Halla Hrund ber mikla virðingu fyrir náttúru Íslands og hefur skrifað frábærar greinar um mikilvægi þess að við Íslendingar pössum upp á náttúruna og náttúruauðlindir þjóðarinnar okkur öllum til hagsældar.

Í komandi kosningum finnst mér mjög mikilvægt að við veljum einstakling sem verður framtíðar fulltrúi fólksins í landinu. Halla Hrund er ópólitísk og laus við tengsl við valda og fjármálaklíkur.

Innlend og ekki síst erlend stórfyrirtæki munu á komandi misserum og árum seilast í auknum mæli eftir náttúruauðlindum þjóðarinnar og nægir þar að nefna, firðina okkar, vatnið, vindinn, sandinn, hálendið, gufuaflið og auðvitað vatnsorkuna. Við þurfum forseta sem stendur af einurð með þjóðinni og hefur menntun og yfirburða skilning á þessu sviði.

Kæru kjósendur, við þurfum Höllu Hrund í liðið okkar því hún verður frábær framtíðar liðsmaður íslensku þjóðarinnar.

Höfundur er handboltaþjálfari.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×