Um afrekskonuna Katrínu Tómas Ísleifsson skrifar 31. maí 2024 18:01 Steinunn Jóhannesdóttir skrifar stuttan pistil um afrek Katrínar Jakobsdóttur. Steinunn var í eina tíð leikkona og hún byrjar á að setja upp Pótemkíntjöld/skrauttjöld til að villa um fyrir áhorfendum. Hvers konar stúlkur séu kvenhetjur: „Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.“ Það eru dekurstelpur tuttugustu aldar, sem fengu að fara í menntó, háskólann og höfðu efni á að nota tíma sinn til að stunda íþróttir. Ekki stelpur eins og Bjarnheiður Leósdóttir á Skaganum - móðir Steinunnar, sem vann hörðum höndum verkamannavinnu. Katrín Jakobsdóttir hefur sennilega aldrei unnið ærlegt handtak erfiðiskonu. Það er ekki Katrínu að þakka að hún var krúttleg klár stelpa, það fékk hún í vöggugjöf. Augljóst er að hún var næm og stundaði sitt nám. Foreldrar hennar og íslenskt þjóðfélag gerðu henni það kleift. Ég hef hvergi séð þess merki að Katrín sé einlæg á framabrautinni, en hún er einbeitt í að grípa vegtyllur. Á 14 ára ráðherradómi Katrínar tók Stjórnarráðið ýmsar ákvarðanir. Til þess eru ráðherrar settir þar yfir. Steinunn skrifar eins og engar ákvarðanir hefðu verið teknar í menntamálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu ef afrekskonan Katrín hefði ekki verið þar. Nærtækt í tíma eru varnargarðar til að verja Grindavík. Steinunn er ekki svo heimsk að halda að engir garðar hefðu verið reistir ef Katrín hefði ekki verið í forsætisráðuneytinu, en Steinunn eru nógu óheiðarleg til að gera sitt besta til að slá ryki í augu kjósenda. Það er ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að Íslendingar séu höfuðlaus her, sem hefðu hvorki haft hugsun eða döngun til að reisa varnargarða ef forystu afrekskonunnar hefði ekki notið við. Í málflutningi Steinunnar er tvennt rétt: Enginn getur tekið ákvörðun, sem allir eru ánægðir með. Forsæti í samstjórn þriggja flokka er vandasamt verkefni. Hér fordæmi ég Katrínu fyrir að leiða sinn þingflokk út í þá ófæru að brjóta Stjórnarskrána þ. 2. september 2019 og skerða með því fullveldi þjóðarinnar. Ég ætla að láta öðrum eftir að lofa verkstjórn Katrínar eða að gagnrýna hana, hvort heldur fyrir að vera of leiðitöm eða of einbeitt, í samstarfi við hina stjórnarflokkana. Allar aðrar upptalningar Steinunnar á einstökum afrekum Katrínar eru markleysa, sem dæma sig sjálfar. Göngum á röðina, í upptalningu Steinunnar: Eftir Hrunið árið 2008 ákvað íslenska ríkið og Reykjavíkurborg að halda áfram að byggja Hörpuna. Árið 2010 voru sett ný hjúskaparlög, eins lög fyrir alla landsmenn. Hvers konar, ýmis mannréttindamál. Að Katrín sé glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis – að útlendingar falli í stafi. Væri Harpan enn draugabygging, gömlu hjúskaparlögin í gildi og ekkert nýtt í mannréttindamálum, án Katrínar? Og Steinunn heldur áfram með velluna um Katrínu á fundum með höfðingjum erlendis: „Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli.“ Margir Íslendingar kunna aðra sögu af Katrínu og hvers vegna nefnir Steinunn ekki fífldirfsku Katrínar í eftirfarandi málum? Katrín vildi setja lög um „hatursorðræðu“. Í því felst að fólk sem er henni ekki sammála skuli sektað og skyldað í endurhæfingu, samanber: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/til-varnar-tjaningarfrelsinu-ad-stimpla-rangar-skodanir-sem-hatur Katrín sagði í þingsal Alþingis að hún hugleiddi að lögleiða dráp á fullburða börnum í móðurkviði. Katrín tók þátt í að banna kristni fræðslu í grunnskólum landsins. Ég hef illan grun um að Katrín hafi ekki þá hugsjón að verja frelsi og hamingju Íslendinga. Höfundur fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, félagi í Vinstri-grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar stuttan pistil um afrek Katrínar Jakobsdóttur. Steinunn var í eina tíð leikkona og hún byrjar á að setja upp Pótemkíntjöld/skrauttjöld til að villa um fyrir áhorfendum. Hvers konar stúlkur séu kvenhetjur: „Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.“ Það eru dekurstelpur tuttugustu aldar, sem fengu að fara í menntó, háskólann og höfðu efni á að nota tíma sinn til að stunda íþróttir. Ekki stelpur eins og Bjarnheiður Leósdóttir á Skaganum - móðir Steinunnar, sem vann hörðum höndum verkamannavinnu. Katrín Jakobsdóttir hefur sennilega aldrei unnið ærlegt handtak erfiðiskonu. Það er ekki Katrínu að þakka að hún var krúttleg klár stelpa, það fékk hún í vöggugjöf. Augljóst er að hún var næm og stundaði sitt nám. Foreldrar hennar og íslenskt þjóðfélag gerðu henni það kleift. Ég hef hvergi séð þess merki að Katrín sé einlæg á framabrautinni, en hún er einbeitt í að grípa vegtyllur. Á 14 ára ráðherradómi Katrínar tók Stjórnarráðið ýmsar ákvarðanir. Til þess eru ráðherrar settir þar yfir. Steinunn skrifar eins og engar ákvarðanir hefðu verið teknar í menntamálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu ef afrekskonan Katrín hefði ekki verið þar. Nærtækt í tíma eru varnargarðar til að verja Grindavík. Steinunn er ekki svo heimsk að halda að engir garðar hefðu verið reistir ef Katrín hefði ekki verið í forsætisráðuneytinu, en Steinunn eru nógu óheiðarleg til að gera sitt besta til að slá ryki í augu kjósenda. Það er ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að Íslendingar séu höfuðlaus her, sem hefðu hvorki haft hugsun eða döngun til að reisa varnargarða ef forystu afrekskonunnar hefði ekki notið við. Í málflutningi Steinunnar er tvennt rétt: Enginn getur tekið ákvörðun, sem allir eru ánægðir með. Forsæti í samstjórn þriggja flokka er vandasamt verkefni. Hér fordæmi ég Katrínu fyrir að leiða sinn þingflokk út í þá ófæru að brjóta Stjórnarskrána þ. 2. september 2019 og skerða með því fullveldi þjóðarinnar. Ég ætla að láta öðrum eftir að lofa verkstjórn Katrínar eða að gagnrýna hana, hvort heldur fyrir að vera of leiðitöm eða of einbeitt, í samstarfi við hina stjórnarflokkana. Allar aðrar upptalningar Steinunnar á einstökum afrekum Katrínar eru markleysa, sem dæma sig sjálfar. Göngum á röðina, í upptalningu Steinunnar: Eftir Hrunið árið 2008 ákvað íslenska ríkið og Reykjavíkurborg að halda áfram að byggja Hörpuna. Árið 2010 voru sett ný hjúskaparlög, eins lög fyrir alla landsmenn. Hvers konar, ýmis mannréttindamál. Að Katrín sé glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis – að útlendingar falli í stafi. Væri Harpan enn draugabygging, gömlu hjúskaparlögin í gildi og ekkert nýtt í mannréttindamálum, án Katrínar? Og Steinunn heldur áfram með velluna um Katrínu á fundum með höfðingjum erlendis: „Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli.“ Margir Íslendingar kunna aðra sögu af Katrínu og hvers vegna nefnir Steinunn ekki fífldirfsku Katrínar í eftirfarandi málum? Katrín vildi setja lög um „hatursorðræðu“. Í því felst að fólk sem er henni ekki sammála skuli sektað og skyldað í endurhæfingu, samanber: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/til-varnar-tjaningarfrelsinu-ad-stimpla-rangar-skodanir-sem-hatur Katrín sagði í þingsal Alþingis að hún hugleiddi að lögleiða dráp á fullburða börnum í móðurkviði. Katrín tók þátt í að banna kristni fræðslu í grunnskólum landsins. Ég hef illan grun um að Katrín hafi ekki þá hugsjón að verja frelsi og hamingju Íslendinga. Höfundur fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, félagi í Vinstri-grænum
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun