Einkunnir Íslands: Glódís dró vagninn í Austurríki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:19 Íslensku stelpurnar stilla sér upp fyrir leik dagsins. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Austurríki í undankeppni EM í dag. Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira