Sársvekktur að hafa ekki getað kosið í Mývatnssveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 18:03 Ekkert atkvæði frá Helga Þorleifi Þórhallssyni verður í kjörkassa þegar talið verður í kvöld, í nótt og mögulega í fyrramálið. Það var mikið svekkelsi þegar Helgi Þorleifur Þórhallsson, nemi í fatahönnun við Háskóla Íslands, mætti á kjörstað í Mývatnssveit. Ástæðan var sú að hann fékk ekki að greiða atkvæði. Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag. Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag.
Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira