„Erum á ákveðinni vegferð” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 19:30 Arnór í leik gegn Stjörnunni Vísir/Pawel Arnór Smárason, hinn þaulreyndi fyrirliði ÍA, var kampakátur í viðtali eftir 3-2 útisigur gegn KA í 9. umferð bestu deildarinnar þar sem öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Arnór skoraði þriðja mark leiksins af vítapunktinum. „Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.” Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
„Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.”
Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira