„Menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru“ Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 20:01 Hallgrímur hefur þó allavega náð smá lit í dag. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með lið sitt eftir 3-2 tap gegn ÍA en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en KA hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 23 talsins. „Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla ÍA KA Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
„Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira