Húsið heitir Sigfúsarhús og er að Nesgötu 5 á Neskaupsstað. Húsið var byggt 1895 og er sannkallað stórhýsi þess tíma. Húsið var upphaflega heimili og verslun en hefur verið nýtt á ýmsan hátt meðal annars sem heimavist, félagsaðstaða eldri borgara og nú síðast sem menningarheimili með vinnustofum listamanna.
Húsið er myndarlegt timburhús á tveimur hæðum og er skráð fermetrastærð hjá HMS 300,4. Sjötíu fermetra kjallari og fimmtíu fermetra viðbygging eru þó ekki inni í þeirri tölu.
Húsið var tekið í gegn að innanverðu og fært nær upprunalegu horfi á árunum 2020-2021.
Sjá fleiri myndir og nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.



