„Í raun sama og í síðasta leik [sem var einnig gegn Austurríki]. Þá hefðum við getað skorað fleiri mörk en tvö mörk voru nóg í kvöld og við tökum því,“ bætti Ingibjörg við um sigur kvöldsins.
Ísland komst yfir tiltölulega snemma í fyrri hálfleik þökk sé marki Hlínar Eiríksdóttur en Austurríki jafnaði í blálok fyrri hálfleiks. Það virtist ekki koma að sök þar sem Ísland var langtum betri aðilinn í síðari hálfleik og skoraði Hildur Antonsdóttir sigurmarkið eftir frábæra hornspyrnu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
„Mjög, fannst engin vera að svekkja sig á þessu marki. Erum sterkt lið, góður andi og góð liðsheild.“
„Auðvitað, það er draumurinn og við ætlum okkur þangað,“ sagði Ingibjörg aðspurð hvort hana væri farið að dreyma EM í Sviss.
Að endingu var hún spurð út í næsta landsliðsverkefni þar sem Ísland getur tryggt sér sæti á EM.
„Allt öðruvísi verkefni. Verður erfður leikur gegn Þýskalandi en heimaleikur á Laugardalsvelli, það er allt annað. Svo leikur við Pólland sem við ætlum okkur að vinna.“