Láninu varið í að tryggja örugga og heilsusamlega skóla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 15:16 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Ívar 100 milljóna evra lán til Reykjavíkurborgar mun greiða götur borgarinnar þegar það kemur að umfangsmiklu viðhaldsátaki í skólahúsnæði borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09