Sorg í Lundúnum og öllum fullkomlega sama um Ísland Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2024 17:43 Southgate og Rice sátu fyrir svörum á blaðamannafundi nú síðdegis á æfingasvæði Tottenham. Getty Spennan er iðulega mikil fyrir leikjum Íslands við stórþjóðir og leikur morgundagsins við England á Wembley er þar ekki undantekning. Hjá Tjöllunum er staðan allt önnur. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira