„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 18:45 Jóhann Berg ræddi við Val Pál Eiríksson á Wembley í dag. skjáskot / stöð 2 sport „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. „Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
„Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31
Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35