Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 20:53 Biden-hjónin, Joe og Jill, heilsa bandarískum uppgjafarhermannanna sem tóku þátt í innrásinni í Normandí í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi. Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi.
Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54
Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52
Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43