Kosningaáróður skrifstofu Alþingis? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2024 08:00 Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun