Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir komandi umferð í Bestu-deild kvenna. Vísir/Stöð 2 Sport Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag. Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira