Ákall eftir náttúrufræðikennurum Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifar 10. júní 2024 08:00 Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun