Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 12:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33