Bjarki Steinn Bjarkason kemur inn í byrjunarlið Íslands. Þetta eru nokkuð óvænt tíðindi þar sem Bjarki hefur aðeins spilað tvo landsleiki áður, árið 2022. Hann mun leysa hægri bakvörð í fjarveru Guðlaugs Victors.
Þá dettur Albert Guðmundsson auðvitað úr liðinu þar sem hann var ekki valinn í landsliðshópinn.
Byrjunarlið Íslands:
- Hákon Rafn Valdimarsson
- Bjarki Steinn Bjarkason
- Sverrir Ingi Ingason
- Daníel Leó Grétarsson
- Kolbeinn Finnsson
- Jóhann Berg Guðmundsson
- Arnór Ingvi Traustason
- Mikael Neville Anderson
- Jón Dagur Þorsteinsson
- Hákon Rafn Haraldsson
- Andri Lucas Guðjohnsen
Hjá Englandi vekur kannski helst athygli að Jude Bellingham er ekki í hóp í kvöldi. Hann fer með landsliðinu á EM en er hvíldur í kvöld vegna þátttöku í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta laugardag.
Trent Alexander-Arnold og Bukayo Saka eru báðir hafðir á bekknum. Anthony Gordon byrjar. Kieran Trippier mun leysa vinstri bakvarðar stöðuna.
Byrjunarlið Englands:
- Aaron Ramsdale
- Kyle Walker
- John Stones
- Marc Guéhi
- Kieran Trippier
- Kobbie Mainoo
- Declan Rice
- Cole Palmer
- Phil Foden
- Anthony Gordon
- Harry Kane
Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.