Blása til styrktarleiks í minningu Bjarka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2024 11:05 Bjarki Gylfason var 36 ára þegar hann lést í mars. vísir/hulda margrét Í kvöld mætast Þór Þ. og Álftanes í styrktarleik til minningar um Bjarka Gylfason sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á þessu ári. Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930 Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Bjarki var aðeins 36 ára þegar hann lést í 20. mars, eftir baráttu við krabbamein í ristli. Hann lét eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og tvö börn, þau Heiðrúnu, tíu ára, og Ólaf Þór Bjarkason, átta ára. Í apríl voru haldnir minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi og nú hafa tvö af liðunum sem Bjarki lék körfubolta með, Þór og Álftanes, tekið höndum saman og blásið til styrktarleiks sem fer fram í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:00 í kvöld. Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Tindastóls, stýrir Þór og Kjartan Atli Kjartansson verður á sínum stað sem þjálfari Álftanes auk þess sem hann mun spila í leiknum ásamt fleiri þekktum kempum. Meðal annarra sem stíga á stokk í leiknum í kvöld má nefna Ragnar Nathanaelsson, Hörð Axel Vilhjálmsson, Hauk Helga Pálsson, Grétar Inga Erlendsson og Baldur Þór Ragnarsson. Leikmannalisti kvöldsins. Spilað verður eftir nýstárlegum reglum í kvöld. Leikmenn geta til að mynda greitt 1.500 krónur í styrktarsjóðinn til að sleppa við villur. Ef einhver leikmaður í öðru liðinu dettur svo í stuð geta liðin borgað 2.500 krónur og telja stig þess leikmanns þá tvöfalt í eina leikmínútu. Einnig verður aukastig í boði fyrir fallegar körfur, hvort sem er af löngu færi eða eftir gott samspil. Skemmtiatriði verða í leikhléum, 2Guys grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi auk þess sem Ívar Daníels verður kynnir á leiknum. Verður alltaf með okkur Kjartan Atli minntist Bjarka eftir leik Álftaness og Hattar skömmu eftir fráfall hans. „Bjarki Gylfason var stór karakter og frábær einstaklingur. Einn besti liðsfélagi sem ég hef komist í tæri við ef ekki sá besti. Hann var alltaf tilbúinn til þess að hjálpa liðsfélögum sínum. Hann kom inn í hópinn í sumar og var partur af b-liðinu og bumbuboltanum með mér. Við vorum góðir vinir frá þeim tíma og upp úr spjalli okkar þar sem við tókum margar djúpar samræður kom hugmynd að hann kæmi inn í hópinn með okkur,“ sagði Kjartan Atli. „Hann fór með liðinu til Króatíu í æfinga og keppnisferð og stóð sig mjög vel þar. Í utanlandsferðum verður það þannig að menn tengjast ennþá betur og menn eru saman nánast allan sólarhringinn og hann tengdist mörgum í liðinu ef ekki öllum mjög miklum vinaböndum. Við erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið og auðvitað er sorg sem fylgir þessu og miklar tilfinningar. Hann er með okkur og verður alltaf með okkur. Við erum með búninginn hans og mynd af honum sem við tök með okkur í alla leiki.“ Söfnunarreikningurinn hér fyrir neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum. Reiknisnr. 0370-26-048318 Kt. 080390-2039 Aur: 868-1930
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Krabbamein Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira