„Ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur böðull rasista“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 07:31 Vinícius Júnior kom, sá og sigraði bæði á knattspyrnuvellinum sem og í dómsalnum. Mateo Villalba/Getty Images Vinícius Júnior, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, hefur tjáð sig eftir að þrír stuðningsmenn Valencia voru dæmdir í átta mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í hans garð á síðustu leiktíð. Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira
Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira