Frederiksen víkur fyrir Bird Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 12:08 Barinn Frederiksen á horni Naustanna og Tryggvagötu víkur fyrir barnum Bird eftir tíu ára rekstur. Vísir/Samsett Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri. Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sjá meira
Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sjá meira