Reyna að mynda bandalög fyrir skyndikosningar í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 14:44 Macron hvatti Frakka til þess að sameinast gegn öfgum á blaðamannafundi þar sem hann réttlætti ákvörðun sína um að boða til þingkosninga í dag. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna. Macron boðaði óvænt til kosninga eftir að hægrijaðarflokkurinn Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann verulega á í Evrópuþingskosningum á sunnudag. Hann réttlætti ákvörðun sína um að rjúfa þing og sagði að flokkar sem eru ósammála öfgaöflum ættu að sameinast gegn þeim. Fjórir vinstriflokkar hafa þegar náð saman um bandalag í kosningunum sem fara fram í tveimur umferðum 30. júní og 7. júlí. Glundroði ríkir hins vegar innan hægriflokksins Lýðveldissinnanna eftir að Eric Ciotti, leiðtogi flokksins, talaði fyrir bandalagið við Þjóðfylkinguna í trássi við áratugalanga samstöðu meginstraumsflokka um að útiloka öfgaflokka. Aðrir flokksleiðtogar, sem er andsnúnir bandalagi við öfgahægrið, hafa kallað eftir afsögn Ciotti og boðað neyðarfund í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um helmingur grasrótar flokksins styðji engu að síður bandalag til hægri. „Hann verður ekki lengur forseti Lýðveldissinnanna. Hann verður rekinn, hann hefur ekkert umboð,“ sagði Agnes Evren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Macron liggur sjálfur undir ámæli fyrir að boða til kosninga. Hann sé með því að greiða leið öfgahægrisins til valda. Flokkur hans fékk helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópuþingskosningunum. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Macron boðaði óvænt til kosninga eftir að hægrijaðarflokkurinn Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann verulega á í Evrópuþingskosningum á sunnudag. Hann réttlætti ákvörðun sína um að rjúfa þing og sagði að flokkar sem eru ósammála öfgaöflum ættu að sameinast gegn þeim. Fjórir vinstriflokkar hafa þegar náð saman um bandalag í kosningunum sem fara fram í tveimur umferðum 30. júní og 7. júlí. Glundroði ríkir hins vegar innan hægriflokksins Lýðveldissinnanna eftir að Eric Ciotti, leiðtogi flokksins, talaði fyrir bandalagið við Þjóðfylkinguna í trássi við áratugalanga samstöðu meginstraumsflokka um að útiloka öfgaflokka. Aðrir flokksleiðtogar, sem er andsnúnir bandalagi við öfgahægrið, hafa kallað eftir afsögn Ciotti og boðað neyðarfund í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um helmingur grasrótar flokksins styðji engu að síður bandalag til hægri. „Hann verður ekki lengur forseti Lýðveldissinnanna. Hann verður rekinn, hann hefur ekkert umboð,“ sagði Agnes Evren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Macron liggur sjálfur undir ámæli fyrir að boða til kosninga. Hann sé með því að greiða leið öfgahægrisins til valda. Flokkur hans fékk helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópuþingskosningunum.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59
Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23