Blása England upp í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 11:01 England tapaði gegn Íslandi í aðdraganda mótsins. Rob Newell/Getty Images Evrópumót karla í fótbolta hefst á morgun, föstudag. Þrátt fyrir 0-1 tap fyrir Íslandi á uppseldum Wembley-leikvangi í aðdraganda mótsins þá eru sparkspekingar BBC, breska ríkisútvarpsins, kokhraustir. Englendingar eru að venju gríðarlega bjartsýnir í aðdraganda stórmóts í fótbolta. Stundum á það rétt á sér, stundum ekki. England fór vissulega alla leið í úrslit á EM 2020 og undanúrslit á HM 2018 en féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar 2022. Þá er liðið fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hvað sem því líður þá er mikil spenna fyrir EM þar sem England er í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Fjórir af sparkspekingum BBC, breska ríkisútvarpsins, voru spurðir hversu langt England getur farið á EM sem fram fer í Þýskalandi að þessu sinni. Spekingarnir fjórir eru Micah Richards, Wayne Rooney, Alan Shearer og Joe Hart. Um er að ræða fjóra fyrrverandi landsliðsmenn Englands sem náðu þó mismiklum árangri, bæði með landsliðinu sem og félagsliðum sínum. „England fer alla leið í úrslit,“ sagði Richards stuttorður. Hann gerði garðinn frægan hjá Manchester City en spilaði einnig fyrir Fiorentina og Aston Villa. Spilaði 13 A-landsleiki og varð einu sinni Englandsmeistari ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina einu sinni.Shaun Botterill/Getty Images „Verðum að vera stefna á að vinna mótið. Hafa komist nálægt því að vinna stórmót síðustu tvö skipti. Fóru í úrslit gegn Ítalíu á EM 2020 og töpuðu svo fyrir Frakklandi á HM 2022 en ég tel okkur eiga góða möguleika. Erum með góðan leikmannahóp,“ segir Rooney. Er í dag þjálfari Plymouth Argyle í ensku B-deildinni en spilaði á sínum tíma 120 A-landsleiki ásamt því að vinna fjölda titla með Manchester United.Robbie Jay Barratt/Getty Images „Persónulega tel ég England réttilega vera eitt af þeim liðum sem spáð sigri á mótinu. Tel þá vera með magnað lið og líður eins og við munum eiga gott mót,“ sagði Hart en hann stóð í marki Englands þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandi á EM 2016. Lék alls 75 A-landsleiki og vann fjölda titla með Man City og Celtic.VÍSIR/GETTY „Ég trúi að fremstu sex hjá Englandi séu með þeim bestu, ef ekki þeir bestu, í heiminum. Sumir leikmanna okkar og hæfileikarnir sem þeir búa yfir geta ógnað hvaða liði sem er. Ég trúi að England geti farið alla leið,“ sagði Shearer. Hann varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers, raðaði inn mörkum fyrir Newcastle United og lék 63 A-landsleiki fyrir England.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Englendingar eru að venju gríðarlega bjartsýnir í aðdraganda stórmóts í fótbolta. Stundum á það rétt á sér, stundum ekki. England fór vissulega alla leið í úrslit á EM 2020 og undanúrslit á HM 2018 en féll úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar 2022. Þá er liðið fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hvað sem því líður þá er mikil spenna fyrir EM þar sem England er í C-riðli ásamt Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Fjórir af sparkspekingum BBC, breska ríkisútvarpsins, voru spurðir hversu langt England getur farið á EM sem fram fer í Þýskalandi að þessu sinni. Spekingarnir fjórir eru Micah Richards, Wayne Rooney, Alan Shearer og Joe Hart. Um er að ræða fjóra fyrrverandi landsliðsmenn Englands sem náðu þó mismiklum árangri, bæði með landsliðinu sem og félagsliðum sínum. „England fer alla leið í úrslit,“ sagði Richards stuttorður. Hann gerði garðinn frægan hjá Manchester City en spilaði einnig fyrir Fiorentina og Aston Villa. Spilaði 13 A-landsleiki og varð einu sinni Englandsmeistari ásamt því að vinna ensku bikarkeppnina einu sinni.Shaun Botterill/Getty Images „Verðum að vera stefna á að vinna mótið. Hafa komist nálægt því að vinna stórmót síðustu tvö skipti. Fóru í úrslit gegn Ítalíu á EM 2020 og töpuðu svo fyrir Frakklandi á HM 2022 en ég tel okkur eiga góða möguleika. Erum með góðan leikmannahóp,“ segir Rooney. Er í dag þjálfari Plymouth Argyle í ensku B-deildinni en spilaði á sínum tíma 120 A-landsleiki ásamt því að vinna fjölda titla með Manchester United.Robbie Jay Barratt/Getty Images „Persónulega tel ég England réttilega vera eitt af þeim liðum sem spáð sigri á mótinu. Tel þá vera með magnað lið og líður eins og við munum eiga gott mót,“ sagði Hart en hann stóð í marki Englands þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandi á EM 2016. Lék alls 75 A-landsleiki og vann fjölda titla með Man City og Celtic.VÍSIR/GETTY „Ég trúi að fremstu sex hjá Englandi séu með þeim bestu, ef ekki þeir bestu, í heiminum. Sumir leikmanna okkar og hæfileikarnir sem þeir búa yfir geta ógnað hvaða liði sem er. Ég trúi að England geti farið alla leið,“ sagði Shearer. Hann varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers, raðaði inn mörkum fyrir Newcastle United og lék 63 A-landsleiki fyrir England.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira