Þannig gæti Alþingi sameinast um orkumál Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 13. júní 2024 11:01 Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar