Svik VG í jafnréttismálum Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 14. júní 2024 17:00 Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á lögum sem miða að auknu jafnrétti. Breytingar á lögum um fæðingarorlof, þar sem réttindi feðra og mæðra voru jöfnuð til að stuðla að jafnari ábyrgð foreldra á umönnun barna. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, innleiddi endurskoðun jafnréttislaga sem skýrir hlutverk Jafnréttisstofu og festir í sessi markvissa vinnu við jöfnun launa með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið kveðið á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginreglu um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með lögum um þungunarrof var sjálfsforræði kvenna sem óska þungunarrofs virt og Ísland er nú í fyrsta skipti fullgildur aðili að Istanbúl-samningnum. VG hefur styrkt stuðningskerfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og stutt lagasetningu og aðgerðir sem miða að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola. Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna var samþykkt árið 2021 og framkvæmd hennar hefur gengið vel. Margt fleira mætti telja til. Fullyrðingar um að VG hafi brugðist konum eða svikið kjósendur sína í jafnréttismálum eru því óréttmætar. Höfundur er starfandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Akureyri Jafnréttismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á lögum sem miða að auknu jafnrétti. Breytingar á lögum um fæðingarorlof, þar sem réttindi feðra og mæðra voru jöfnuð til að stuðla að jafnari ábyrgð foreldra á umönnun barna. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, innleiddi endurskoðun jafnréttislaga sem skýrir hlutverk Jafnréttisstofu og festir í sessi markvissa vinnu við jöfnun launa með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið kveðið á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginreglu um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með lögum um þungunarrof var sjálfsforræði kvenna sem óska þungunarrofs virt og Ísland er nú í fyrsta skipti fullgildur aðili að Istanbúl-samningnum. VG hefur styrkt stuðningskerfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og stutt lagasetningu og aðgerðir sem miða að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola. Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna var samþykkt árið 2021 og framkvæmd hennar hefur gengið vel. Margt fleira mætti telja til. Fullyrðingar um að VG hafi brugðist konum eða svikið kjósendur sína í jafnréttismálum eru því óréttmætar. Höfundur er starfandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun