„Vitum að Agla er markagráðug en ég held hún hafi ekki verið að reyna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:52 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. vísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í Bestu-deild kvenna í dag. „Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
„Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn