Tökum Viktor á þetta og enn lengra Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 17. júní 2024 10:30 Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun