Fast skotið á blaðamannafundi Vals og Víkings: „Ég elska að skora á móti Val“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 11:31 Nicolaj Hansen hefur verið iðinn við markaskorun eftir að hann gekk í raðir Víkings frá Val. Vísir/Bára Valur tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings í gríðarlega mikilvægum leik í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Nicolaj Hansen, fyrrverandi leikmaður Vals, segist elska að skora á móti sínu gamla félagi. Með sigri geta Víkingar náð sér í sex stiga forskot á toppi deildarinnar, en Valsmenn geta hins vegar hleypt toppbaráttunni upp í háaloft með sigri. Eins og staðan er núna er Víkingur með 25 stig á toppi deildarinnar, en Valur með 21 stig í þriðja sæti. Eins og við var að búast er mikil spenna fyrir leik kvöldsins og miðar á N1-völlinn rjúka út. Ljóst er að færri munu komast að en vilja, en þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar lausir og nánast er uppselt í VIP-stúku Valsmanna. Valur og Víkingur áttust við í Meistarakeppni KSÍ í vor. Hér eigast Gylfi Þór Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson við í þeim leik, en sá síðarnefndi var rekinn af velli með rautt spjald seinna í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Vilja feta í fótspor Vals Valsmenn hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung á þessu tímabili að halda blaðamannafundi í kringum leiki liðsins. Félagið hélt slíkan fund síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn og þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum. Arnar Grétarsson þjálfari og Aron Jóhannsson leikmaður mættu fyrir hönd Vals og þeir Arnar Gunnlaugsson þjálfari og Aron Elís Þrándarson leikmaður mættu fyrir hönd Víkinga. Arnar Grétarsson, Aron Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson og Aron Elís Þrándarson sátu fyrir svörum.Skjáskot Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú staðreynd að Valur getur boðið leikmönnum sínum upp á það sem mætti kalla meira atvinnumannaumhverfi en önnur lið á Íslandi. Þar má til dæmis nefna að liðið æfir oft á morgnana, en Arnar Gunnlaugsson var spurður út í það hvað þyrfti að gerast til að Víkingur gæti boðið sínum leikmönnum upp á slíkt. „Ég held að á hverju ári þurfum við alltaf að ná meiri og meiri árangri. Núna er takmarkið að reyna að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu og þá meina ég að komast í riðlakeppni,“ sagði Arnar. „Við það koma peningar inn í félagið og þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er bara „sad but true“ að peningar ráða aðeins för um hvað framhaldið verður hjá okkur og það er þá undir okkur komið að standa okkur á vellinum til að fjármagnið komi inn í félagið til að taka næsta skref.“ Elskar að skora gegn sínu gamla félagi Þjálfararnir Arnar og Arnar og leikmennirnir Aron og Aron voru þó ekki þeir einu sem mættu á fundinn. Meðal annarra gesta var Nicolaj Hansen, framherji Víkings, en hann lék áður með Valsliðinu. Með Valsmönnum skoraði hann 11 mörk í 27 leikjum, en hann hefur nú skorað 74 mörk í 194 leikjum fyrir Víking. „Ég elska bara að skora mörk. Ég elska að skora á móti Val,“ sagði Hansen þegar hann var spurður út í það hvort það væri persónulegt þegar hann skorar á móti sínu gamla félagi. Hann skoraði þó einnig mörk fyrir Val gegn Víkingum á sínum tíma. „Það voru þarna góðir bikarleikir þar sem ég skoraði tvö mörk og við komumst áfram með Val,“ bætti framherjinn við, en hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Sy6GpGMDELk">watch on YouTube</a> Stórleikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leik og að leik loknum verða Ísey Tilþrifin á sínum stað þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Með sigri geta Víkingar náð sér í sex stiga forskot á toppi deildarinnar, en Valsmenn geta hins vegar hleypt toppbaráttunni upp í háaloft með sigri. Eins og staðan er núna er Víkingur með 25 stig á toppi deildarinnar, en Valur með 21 stig í þriðja sæti. Eins og við var að búast er mikil spenna fyrir leik kvöldsins og miðar á N1-völlinn rjúka út. Ljóst er að færri munu komast að en vilja, en þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar lausir og nánast er uppselt í VIP-stúku Valsmanna. Valur og Víkingur áttust við í Meistarakeppni KSÍ í vor. Hér eigast Gylfi Þór Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson við í þeim leik, en sá síðarnefndi var rekinn af velli með rautt spjald seinna í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Vilja feta í fótspor Vals Valsmenn hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung á þessu tímabili að halda blaðamannafundi í kringum leiki liðsins. Félagið hélt slíkan fund síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn og þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum. Arnar Grétarsson þjálfari og Aron Jóhannsson leikmaður mættu fyrir hönd Vals og þeir Arnar Gunnlaugsson þjálfari og Aron Elís Þrándarson leikmaður mættu fyrir hönd Víkinga. Arnar Grétarsson, Aron Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson og Aron Elís Þrándarson sátu fyrir svörum.Skjáskot Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú staðreynd að Valur getur boðið leikmönnum sínum upp á það sem mætti kalla meira atvinnumannaumhverfi en önnur lið á Íslandi. Þar má til dæmis nefna að liðið æfir oft á morgnana, en Arnar Gunnlaugsson var spurður út í það hvað þyrfti að gerast til að Víkingur gæti boðið sínum leikmönnum upp á slíkt. „Ég held að á hverju ári þurfum við alltaf að ná meiri og meiri árangri. Núna er takmarkið að reyna að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu og þá meina ég að komast í riðlakeppni,“ sagði Arnar. „Við það koma peningar inn í félagið og þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er bara „sad but true“ að peningar ráða aðeins för um hvað framhaldið verður hjá okkur og það er þá undir okkur komið að standa okkur á vellinum til að fjármagnið komi inn í félagið til að taka næsta skref.“ Elskar að skora gegn sínu gamla félagi Þjálfararnir Arnar og Arnar og leikmennirnir Aron og Aron voru þó ekki þeir einu sem mættu á fundinn. Meðal annarra gesta var Nicolaj Hansen, framherji Víkings, en hann lék áður með Valsliðinu. Með Valsmönnum skoraði hann 11 mörk í 27 leikjum, en hann hefur nú skorað 74 mörk í 194 leikjum fyrir Víking. „Ég elska bara að skora mörk. Ég elska að skora á móti Val,“ sagði Hansen þegar hann var spurður út í það hvort það væri persónulegt þegar hann skorar á móti sínu gamla félagi. Hann skoraði þó einnig mörk fyrir Val gegn Víkingum á sínum tíma. „Það voru þarna góðir bikarleikir þar sem ég skoraði tvö mörk og við komumst áfram með Val,“ bætti framherjinn við, en hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Sy6GpGMDELk">watch on YouTube</a> Stórleikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leik og að leik loknum verða Ísey Tilþrifin á sínum stað þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira