Notkun bóluefna veldur ekki einhverfu Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 18. júní 2024 14:31 Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Allar rannsóknir síðan þá sýna fram á að það eru engin tengsl milli bóluefna og einhverfu (t.d. síðast rannsókn í Danmörku árið 2019). Það hefur aftur á móti ekki dugað til að kveða niður samsæriskenningar. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í dag (í aðsendri grein) þar sem meðal annars kemur fram að „stöðug fjölgun einhverfra“ hér á landi um áratuga skeið hafi „ekki verið skýrð með trúverðugum hætti.“ Höfundar telja hins vegar að Ísland sé í „aðstöðu til að brjóta blað í sögu læknisfræðinnar. Það er að kveða upp úr með rannsókn um hugsanlegt orsakasamband á milli barnabólusetninganna og einhverfu.“ Það er ekkert orsakasamband og það er margoft búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Hins vegar hafa greiningaraðferðir einhverfu batnað mikið á síðustu áratugum. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að vinna bug á lygum Wakefields. Hann var sviptur lækningaleyfi þegar svikin komust upp en skaðinn var skeður. Auðvitað olli þetta miklu tjóni og særindum, ekki hvað síst hjá þeim sem eru á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Læknaprófessorinn Michael Davidson orðað þetta svona greininni Vaccination as a cause of autism—myths and controversies (Dialogues Clin Neurosci. 2017): „Myths that vaccines or mercury are associated with autism have been amplified by misguided scientists; frustrated, but effective parent groups; and politicians. Preventing the protection provided by vaccination or administration of mercury-chelating agents may cause real damage to autistic individuals and to innocent bystanders who as a result may be exposed to resurgent diseases that had already been “extinguished“. Að sögn landlæknis eru bólusetningar gegn smitsjúkdómum ein „farsælasta og hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin sem er notuð í heiminum.“ Minni þátttaka í bólusetningum, það er að segja þegar hún fer undir viðmiðunarmörk, eykur hættu á að sjúkdómar breiðist út, t.d. mislingar. Þannig dalaði til að mynda árin 2021 og 2021 þátttaka í „seinni skammti MMR bólusetninga gegn mislinum hér á landi og var þátttakan undir 90% bæði árin“ (Þátttaka í almennum bólusetningum, 30 apríl 2024). Ekki lítur út fyrir að árið 2023 hafi verið betra. Bólusetningar draga mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi og það eru engin tengsl milli notkunar bólusetninga og einhverfu. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Heilsa Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Sjá meira
Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Allar rannsóknir síðan þá sýna fram á að það eru engin tengsl milli bóluefna og einhverfu (t.d. síðast rannsókn í Danmörku árið 2019). Það hefur aftur á móti ekki dugað til að kveða niður samsæriskenningar. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í dag (í aðsendri grein) þar sem meðal annars kemur fram að „stöðug fjölgun einhverfra“ hér á landi um áratuga skeið hafi „ekki verið skýrð með trúverðugum hætti.“ Höfundar telja hins vegar að Ísland sé í „aðstöðu til að brjóta blað í sögu læknisfræðinnar. Það er að kveða upp úr með rannsókn um hugsanlegt orsakasamband á milli barnabólusetninganna og einhverfu.“ Það er ekkert orsakasamband og það er margoft búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Hins vegar hafa greiningaraðferðir einhverfu batnað mikið á síðustu áratugum. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að vinna bug á lygum Wakefields. Hann var sviptur lækningaleyfi þegar svikin komust upp en skaðinn var skeður. Auðvitað olli þetta miklu tjóni og særindum, ekki hvað síst hjá þeim sem eru á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Læknaprófessorinn Michael Davidson orðað þetta svona greininni Vaccination as a cause of autism—myths and controversies (Dialogues Clin Neurosci. 2017): „Myths that vaccines or mercury are associated with autism have been amplified by misguided scientists; frustrated, but effective parent groups; and politicians. Preventing the protection provided by vaccination or administration of mercury-chelating agents may cause real damage to autistic individuals and to innocent bystanders who as a result may be exposed to resurgent diseases that had already been “extinguished“. Að sögn landlæknis eru bólusetningar gegn smitsjúkdómum ein „farsælasta og hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin sem er notuð í heiminum.“ Minni þátttaka í bólusetningum, það er að segja þegar hún fer undir viðmiðunarmörk, eykur hættu á að sjúkdómar breiðist út, t.d. mislingar. Þannig dalaði til að mynda árin 2021 og 2021 þátttaka í „seinni skammti MMR bólusetninga gegn mislinum hér á landi og var þátttakan undir 90% bæði árin“ (Þátttaka í almennum bólusetningum, 30 apríl 2024). Ekki lítur út fyrir að árið 2023 hafi verið betra. Bólusetningar draga mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi og það eru engin tengsl milli notkunar bólusetninga og einhverfu. Höfundur er sagnfræðingur.
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun