Loks eignast Ísland mannréttindastofnun Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. júní 2024 14:31 Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Forsenda lögfestingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Mannréttindastofnun mun vinna að því að efla mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins og veita bæði hinu opinbera og einkaaðilum aðhald. Þá á hún að hvetja til og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og afla upplýsinga um stöðu mannréttinda sem munu gagnast við stefnumótun og lagasetningu. Þá mun Mannréttindastofnun gegna fræðsluhlutverki og efla vitundarvakningu um mannréttindi. Mannréttindastofnun mun hafa eftirlit með framkvæmd laga og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið er aðili að. Stofnunin er ein forsenda þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastofnun verður falið eftirlit með framkvæmd samningsins en í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að starfandi sé sjálfstæð innlend mannréttindastofnun. Í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem ég fékk samþykkta á Alþingi í mars, er einnig kveðið á um lögfestingu samningsins sem er næsta stóra skrefið í að auka mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Mannréttindastofnun mun einnig hafa eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Bæði Mannréttindastofnun og lögfesting samnings Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvoru tveggja eru stór mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks sem ég hef beitt mér fyrir á undanförnum árum. Ég er stoltur að við séum nú að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lögfestingu samningsins með því að samþykkja að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands. Það er sannarlega tími til kominn. Stórt hlutverk Mannréttindastofnun er ætlað stórt og viðamikið hlutverk í samfélaginu og mun aðstoða og leiðbeina öllum sem til hennar leita. Það mun gagnast öllum en þó líklega mest jaðarsettum hópum sem eru sérstaklega útsettir fyrir mannréttindabrotum. Stofnunin mun því stuðla að auknu jafnrétti og réttlæti á Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mannréttindi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Forsenda lögfestingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Mannréttindastofnun mun vinna að því að efla mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins og veita bæði hinu opinbera og einkaaðilum aðhald. Þá á hún að hvetja til og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og afla upplýsinga um stöðu mannréttinda sem munu gagnast við stefnumótun og lagasetningu. Þá mun Mannréttindastofnun gegna fræðsluhlutverki og efla vitundarvakningu um mannréttindi. Mannréttindastofnun mun hafa eftirlit með framkvæmd laga og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið er aðili að. Stofnunin er ein forsenda þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastofnun verður falið eftirlit með framkvæmd samningsins en í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að starfandi sé sjálfstæð innlend mannréttindastofnun. Í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem ég fékk samþykkta á Alþingi í mars, er einnig kveðið á um lögfestingu samningsins sem er næsta stóra skrefið í að auka mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Mannréttindastofnun mun einnig hafa eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Bæði Mannréttindastofnun og lögfesting samnings Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvoru tveggja eru stór mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks sem ég hef beitt mér fyrir á undanförnum árum. Ég er stoltur að við séum nú að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lögfestingu samningsins með því að samþykkja að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands. Það er sannarlega tími til kominn. Stórt hlutverk Mannréttindastofnun er ætlað stórt og viðamikið hlutverk í samfélaginu og mun aðstoða og leiðbeina öllum sem til hennar leita. Það mun gagnast öllum en þó líklega mest jaðarsettum hópum sem eru sérstaklega útsettir fyrir mannréttindabrotum. Stofnunin mun því stuðla að auknu jafnrétti og réttlæti á Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun