Hækkum lágmarkið Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 23. júní 2024 10:00 Hækkun á fæðingarstyrk til stúdenta er nauðsynlegt næsta skref hvað varðar fæðingarorlofið, sem og hækkun lágmarksgreiðslna úr fæðingarorlofssjóði og afnám 20% skerðingar á greiðslum til bóta fyrir þau lægst launuðu. Það er gríðarlega mikilvægt að foreldrar fái svigrúm og stuðning til að rækta skyldur sínar og sinna þeirri ábyrgð sem barneignir eru með stuðningi samfélagsins. Ríkisvaldið þarf að koma sterkt inn með lögum, reglugerðum og fjármagni. Hið opinbera á og verður að styðja við barnafjölskyldur bæði með bótum og þjónustu. Að fæðingartíðni á Íslandi sé komin í 1,5 barn er virkilega umhugsunarvert sem og að foreldrar með hærri tekjur eignist frekar börn en þeir tekjulægri. Einnig þarf að styrkja betur umhverfi einstæðra foreldra og fjölburaforeldra, alltaf með þarfir barnanna í huga. Ungir foreldrar og fátækt Kerfið í dag er nokkurn veginn svona; fæðingarorlof með tekjutengdum greiðslum (80% af launum og hámarks þaki) í 12 mánuði og síðan niðurgreidd leikskóladvöl upp að grunnskólagöngu, ásamt barnabótum fyrir þau lægst launuðu upp að 18 ára aldri barna. Markmið með fæðingarorlofi er að tryggja börnum jöfnuð og sem besta umönnun á þessu mikilvæga æviskeiði þeirra en líka að auðvelda foreldrum að stunda nám og vinnu til að mæta eigin þörfum og fjármagna heimilishald. Betur má ef duga skal eins og ítrekað hefur komið fram í ræðu og riti margra undanfarið. Allt of mörg börn líða skort og alltof margar barnafjölskyldur þreyja þorrann allan ársins hring. Kvíði, áhyggjur og álag sem ungum foreldrum er tíðrætt um er umhugsunarvert viðfangsefni og við því þarf að bregðast. Mín skoðun sú að lenging fæðingarorlofs sé besta lausnin en þá þarf að tryggja sanngjarnar greiðslur til nýbakaðra foreldra en svo er ekki í dag fyrir þau sem lægstu tekjurnar hafa. Við verðum að nýta greiðslur fæðingarorlofssjóðs sem það jöfnunartæki sem því er ætlað að vera. Hækkun á greiðsluþaki, jákvætt skref en ekki nóg Á þeim tíma sem fæðingarorlof var sex mánuðir með lágum greiðslum voru það nær eingöngu mæður sem nýttu sér það. Réttur barna til umönnunar beggja foreldra var skýrður með lögum um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 (með breytingum 2003, 2004 og 2006) og enn frekar með nýjum lögum árið 2021 þar sem orlofsrétti var skipt jafnt milli foreldra, þó hægt sé að framselja sex vikur í hvora áttina. Við þetta jókst þátttaka feðra í umönnun barna en hann einskorðast þó því miður yfirleitt við óframseljanlegan rétt þeirra og mæður nýta eigin rétt sem og þann framseljanlega. Orlofstaka er því enn frekar kynjuð þar sem mæður taka oftast lengra orlof og því miður eru dæmi um að þær fái refsistig fyrir fjarveru frá vinnumarkaði, með því að dreifa orlofinu sínu svo það nái yfir lengri tíma og eru því mun lengur en feður fjarverandi frá vinnumarkaði. Feður með hærri tekjur hafa verið líklegri til að taka ekki fæðingarorlof, en það mun vonandi breytast með hækkun á greiðsluþaki. Sigur er alls ekki í höfn þó greiðsluþakið hafi hækkað, enn bíða tekjulágir, nemar, einstæðir foreldrar og fjölburaforeldrar. Námsmenn sem foreldrar Námsmenn bera enn skarðan hlut frá borði með sinn 200 þúsund króna fæðingarstyrk. Þeir eru með lágar tekjur fyrir eins og oft hefur komið fram og þegar kemur að barneignum eru mörg sem basla með afar litlar tekjur. Þá eru það þau sem eru með undir 600 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er töluvert undir meðallaunum og fá samt skerðingu upp á 20% sem gerir það að verkum að lítið er eftir þegar upp er staðið og veldur því að margar barnafjölskyldur búa við fátækt. Nú ríður á að nema þessa skerðingu á brott. Um leið verður að hækka greiðslur til námsmanna umtalsvert. Það er nefnilega þannig að stór hluti barnafólks er ýmist í námi eða að hefja starfsferil og því ekki tekjuhár. Þennan hóp verðum við sem samfélag að standa vörð um og sjá til þess að öll börn sem fæðast hér á landi fái besta upphaf sem völ er á. Kynjahalli orlofstöku og helvítisgjáin Gapið milli loka fæðingarorlofs og upphaf leikskóladvalar barna gætum við sannarlega kallað helvítisgjá en því tímabili kvíða flestir foreldrar og þá kemur kynjahallinn berlega í ljós. Mæður fara frekar í hlutastarf eða taka á sig aðrar skerðingar t.d. með launaleysi eða frítöku frá námi og eru þannig með gap í ferilskrá sinni eða námsferli og án lífeyrisréttinda. Árið 2017 höfðu 77% foreldrar barna um þriggja ára aldur skipt jafnt með sér uppeldi barna sinna. Við þurfum að gera betur. Með tvöföldun fæðingarorlofs, afnámi skerðinga og hækkun á fæðingastyrk og lágmarksgreiðslum getum við létt miklum áhyggjum og kvíða af foreldrum, bætt uppeldisaðstæður barna, auðgað fjölskyldulíf, eflt tengslamyndun og aukið hamingju barnafjölskyldna. Í raun er hér um að ræða risastórt lýðheilsumál og undir er hamingja og velferð þjóðar. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Vinstri græn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Hækkun á fæðingarstyrk til stúdenta er nauðsynlegt næsta skref hvað varðar fæðingarorlofið, sem og hækkun lágmarksgreiðslna úr fæðingarorlofssjóði og afnám 20% skerðingar á greiðslum til bóta fyrir þau lægst launuðu. Það er gríðarlega mikilvægt að foreldrar fái svigrúm og stuðning til að rækta skyldur sínar og sinna þeirri ábyrgð sem barneignir eru með stuðningi samfélagsins. Ríkisvaldið þarf að koma sterkt inn með lögum, reglugerðum og fjármagni. Hið opinbera á og verður að styðja við barnafjölskyldur bæði með bótum og þjónustu. Að fæðingartíðni á Íslandi sé komin í 1,5 barn er virkilega umhugsunarvert sem og að foreldrar með hærri tekjur eignist frekar börn en þeir tekjulægri. Einnig þarf að styrkja betur umhverfi einstæðra foreldra og fjölburaforeldra, alltaf með þarfir barnanna í huga. Ungir foreldrar og fátækt Kerfið í dag er nokkurn veginn svona; fæðingarorlof með tekjutengdum greiðslum (80% af launum og hámarks þaki) í 12 mánuði og síðan niðurgreidd leikskóladvöl upp að grunnskólagöngu, ásamt barnabótum fyrir þau lægst launuðu upp að 18 ára aldri barna. Markmið með fæðingarorlofi er að tryggja börnum jöfnuð og sem besta umönnun á þessu mikilvæga æviskeiði þeirra en líka að auðvelda foreldrum að stunda nám og vinnu til að mæta eigin þörfum og fjármagna heimilishald. Betur má ef duga skal eins og ítrekað hefur komið fram í ræðu og riti margra undanfarið. Allt of mörg börn líða skort og alltof margar barnafjölskyldur þreyja þorrann allan ársins hring. Kvíði, áhyggjur og álag sem ungum foreldrum er tíðrætt um er umhugsunarvert viðfangsefni og við því þarf að bregðast. Mín skoðun sú að lenging fæðingarorlofs sé besta lausnin en þá þarf að tryggja sanngjarnar greiðslur til nýbakaðra foreldra en svo er ekki í dag fyrir þau sem lægstu tekjurnar hafa. Við verðum að nýta greiðslur fæðingarorlofssjóðs sem það jöfnunartæki sem því er ætlað að vera. Hækkun á greiðsluþaki, jákvætt skref en ekki nóg Á þeim tíma sem fæðingarorlof var sex mánuðir með lágum greiðslum voru það nær eingöngu mæður sem nýttu sér það. Réttur barna til umönnunar beggja foreldra var skýrður með lögum um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 (með breytingum 2003, 2004 og 2006) og enn frekar með nýjum lögum árið 2021 þar sem orlofsrétti var skipt jafnt milli foreldra, þó hægt sé að framselja sex vikur í hvora áttina. Við þetta jókst þátttaka feðra í umönnun barna en hann einskorðast þó því miður yfirleitt við óframseljanlegan rétt þeirra og mæður nýta eigin rétt sem og þann framseljanlega. Orlofstaka er því enn frekar kynjuð þar sem mæður taka oftast lengra orlof og því miður eru dæmi um að þær fái refsistig fyrir fjarveru frá vinnumarkaði, með því að dreifa orlofinu sínu svo það nái yfir lengri tíma og eru því mun lengur en feður fjarverandi frá vinnumarkaði. Feður með hærri tekjur hafa verið líklegri til að taka ekki fæðingarorlof, en það mun vonandi breytast með hækkun á greiðsluþaki. Sigur er alls ekki í höfn þó greiðsluþakið hafi hækkað, enn bíða tekjulágir, nemar, einstæðir foreldrar og fjölburaforeldrar. Námsmenn sem foreldrar Námsmenn bera enn skarðan hlut frá borði með sinn 200 þúsund króna fæðingarstyrk. Þeir eru með lágar tekjur fyrir eins og oft hefur komið fram og þegar kemur að barneignum eru mörg sem basla með afar litlar tekjur. Þá eru það þau sem eru með undir 600 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er töluvert undir meðallaunum og fá samt skerðingu upp á 20% sem gerir það að verkum að lítið er eftir þegar upp er staðið og veldur því að margar barnafjölskyldur búa við fátækt. Nú ríður á að nema þessa skerðingu á brott. Um leið verður að hækka greiðslur til námsmanna umtalsvert. Það er nefnilega þannig að stór hluti barnafólks er ýmist í námi eða að hefja starfsferil og því ekki tekjuhár. Þennan hóp verðum við sem samfélag að standa vörð um og sjá til þess að öll börn sem fæðast hér á landi fái besta upphaf sem völ er á. Kynjahalli orlofstöku og helvítisgjáin Gapið milli loka fæðingarorlofs og upphaf leikskóladvalar barna gætum við sannarlega kallað helvítisgjá en því tímabili kvíða flestir foreldrar og þá kemur kynjahallinn berlega í ljós. Mæður fara frekar í hlutastarf eða taka á sig aðrar skerðingar t.d. með launaleysi eða frítöku frá námi og eru þannig með gap í ferilskrá sinni eða námsferli og án lífeyrisréttinda. Árið 2017 höfðu 77% foreldrar barna um þriggja ára aldur skipt jafnt með sér uppeldi barna sinna. Við þurfum að gera betur. Með tvöföldun fæðingarorlofs, afnámi skerðinga og hækkun á fæðingastyrk og lágmarksgreiðslum getum við létt miklum áhyggjum og kvíða af foreldrum, bætt uppeldisaðstæður barna, auðgað fjölskyldulíf, eflt tengslamyndun og aukið hamingju barnafjölskyldna. Í raun er hér um að ræða risastórt lýðheilsumál og undir er hamingja og velferð þjóðar. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í VG
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun