Rúntað um Reykjavík í Tesla Cybertruck Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 19:44 Bíllinn er ansi framtíðarlegur. Vísir/Einar Tesla Cybertruck verður til sýnis hér á landi um helgina, eftir að hafa flakkað um Evrópu síðustu vikur. Einn helsti Teslu-áhugamaður landsins segir bílinn uppfylla allar hans kröfur. Síðan rafmagnsjeppinn Tesla Cybertruck var frumsýndur árið 2019 hafa margir beðið spenntir eftir því að bíllinn komi á markað. Búið er að afhenda um tíu þúsund eintök í Bandaríkjunum. Bíllinn er heljarinnar smíði og hafa margir beðið í ofvæni eftir honum. Áhugasamir geta mætt í Tesla-umboðið um helgina og skoðað hann, en hann verður þar til sýnis frá föstudegi til sunnudags. Þrátt fyrir að bíllinn sé ekki kominn á Evrópumarkað hefur eintakið sem þið sjáið hér flakkað um álfuna síðustu vikur og verið til sýnis. Bíllinn er dystópískur í útliti og líkist að einhverju leyti teikningu leikskólabarns. Fólk sem sá bílinn þegar fréttastofa keyrði um í gær trúði varla eigin augum.Vísir/Einar Bíllinn er hannaður fyrir bandarískan markað og því allt við hann í bandarískum hlutföllum. Til dæmis er rúðuþurrkan ein og sér, einn og hálfur metri. Og þar sem bíllinn er ekki hannaður fyrir evrópskan markað telja einhverjir að hann muni ekki standast kröfur Evrópusambandsins, til að mynda vegna þess hvernig hann er í laginu. Ekki er búið að reyna að fá leyfi til að selja bílinn hér. En hvernig er að sitja í bílnum? „Þetta er rosalega mikill bíll, þeir eru það reyndar hinir líka. En þessi er bæði stærri og svona mjög framtíðarlegur í útliti. Spennandi þannig. Gríðarlega rúmgóður bíll og spennandi sem jeppi,“ segir Friðrik Pálsson, mikill áhugamaður um Tesla-bíla og einn af fyrstu Tesla-eigendunum á Íslandi. Ekkert mælaborð er í bílnum, heldur er allt að finna í skjánum.Vísir/Einar Þér líst bara vel á þetta? „Mér líst mjög vel á þetta.“ Ertu búinn að panta eintak? „Ó já.“ Friðrik Pálsson er einn helsti Teslu-áhugamaður landsins.Vísir/Einar Gangandi vegfarendur göptu þegar bílnum var ekið framhjá þeim og rak í rogastans þegar þeir áttuðu sig á því hvaða bíll var þarna á ferðinni. Friðrik er einnig dolfallinn. Fyrsta orðið sem kemur í hugann? „Fullkomið,“ segir Friðrik. Skottið á bílnum er ansi rúmgott.Vísir/Einar Það er ekki flóknara en það? „Nei, mér finnst það ekki. Mér finnst þetta alveg geggjað.“ Tesla Bílar Evrópusambandið Tengdar fréttir Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08 Cybertruck þeysist um Ísland í kynningarmyndbandi Cybertruck, nýjasta afurð bandaríska bílaframleiðandans Tesla, var formlega settur á sölu í gær. Trukkurinn var kynntur með myndskeiði sem tekið var upp hér á landi. 1. desember 2023 14:15 Teslur tala nú íslensku Nokkrir eigendur Tesla-bifreiða geta nú valið íslensku sem tungumál ökutækisins. Okkar ástkæra og ylhýra er þar með komið í hóp rúmlega tuttugu tungumála sem bíllinn býður upp á. 23. mars 2023 19:07 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent
Síðan rafmagnsjeppinn Tesla Cybertruck var frumsýndur árið 2019 hafa margir beðið spenntir eftir því að bíllinn komi á markað. Búið er að afhenda um tíu þúsund eintök í Bandaríkjunum. Bíllinn er heljarinnar smíði og hafa margir beðið í ofvæni eftir honum. Áhugasamir geta mætt í Tesla-umboðið um helgina og skoðað hann, en hann verður þar til sýnis frá föstudegi til sunnudags. Þrátt fyrir að bíllinn sé ekki kominn á Evrópumarkað hefur eintakið sem þið sjáið hér flakkað um álfuna síðustu vikur og verið til sýnis. Bíllinn er dystópískur í útliti og líkist að einhverju leyti teikningu leikskólabarns. Fólk sem sá bílinn þegar fréttastofa keyrði um í gær trúði varla eigin augum.Vísir/Einar Bíllinn er hannaður fyrir bandarískan markað og því allt við hann í bandarískum hlutföllum. Til dæmis er rúðuþurrkan ein og sér, einn og hálfur metri. Og þar sem bíllinn er ekki hannaður fyrir evrópskan markað telja einhverjir að hann muni ekki standast kröfur Evrópusambandsins, til að mynda vegna þess hvernig hann er í laginu. Ekki er búið að reyna að fá leyfi til að selja bílinn hér. En hvernig er að sitja í bílnum? „Þetta er rosalega mikill bíll, þeir eru það reyndar hinir líka. En þessi er bæði stærri og svona mjög framtíðarlegur í útliti. Spennandi þannig. Gríðarlega rúmgóður bíll og spennandi sem jeppi,“ segir Friðrik Pálsson, mikill áhugamaður um Tesla-bíla og einn af fyrstu Tesla-eigendunum á Íslandi. Ekkert mælaborð er í bílnum, heldur er allt að finna í skjánum.Vísir/Einar Þér líst bara vel á þetta? „Mér líst mjög vel á þetta.“ Ertu búinn að panta eintak? „Ó já.“ Friðrik Pálsson er einn helsti Teslu-áhugamaður landsins.Vísir/Einar Gangandi vegfarendur göptu þegar bílnum var ekið framhjá þeim og rak í rogastans þegar þeir áttuðu sig á því hvaða bíll var þarna á ferðinni. Friðrik er einnig dolfallinn. Fyrsta orðið sem kemur í hugann? „Fullkomið,“ segir Friðrik. Skottið á bílnum er ansi rúmgott.Vísir/Einar Það er ekki flóknara en það? „Nei, mér finnst það ekki. Mér finnst þetta alveg geggjað.“
Tesla Bílar Evrópusambandið Tengdar fréttir Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08 Cybertruck þeysist um Ísland í kynningarmyndbandi Cybertruck, nýjasta afurð bandaríska bílaframleiðandans Tesla, var formlega settur á sölu í gær. Trukkurinn var kynntur með myndskeiði sem tekið var upp hér á landi. 1. desember 2023 14:15 Teslur tala nú íslensku Nokkrir eigendur Tesla-bifreiða geta nú valið íslensku sem tungumál ökutækisins. Okkar ástkæra og ylhýra er þar með komið í hóp rúmlega tuttugu tungumála sem bíllinn býður upp á. 23. mars 2023 19:07 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent
Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08
Cybertruck þeysist um Ísland í kynningarmyndbandi Cybertruck, nýjasta afurð bandaríska bílaframleiðandans Tesla, var formlega settur á sölu í gær. Trukkurinn var kynntur með myndskeiði sem tekið var upp hér á landi. 1. desember 2023 14:15
Teslur tala nú íslensku Nokkrir eigendur Tesla-bifreiða geta nú valið íslensku sem tungumál ökutækisins. Okkar ástkæra og ylhýra er þar með komið í hóp rúmlega tuttugu tungumála sem bíllinn býður upp á. 23. mars 2023 19:07