Fleiri foreldrar í vanda með máluppeldi en áður Lovísa Arnardóttir skrifar 30. júní 2024 07:01 Tinna segir mikilvægt að veita þjónustu sem fyrst. Til barna og foreldra þeirra eða forráðamanna. Vísir/Einar Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur segi foreldra þurfa meiri og betri leiðbeiningar fyrir talþjálfun barna sinna. Tinna rekur Tröppu, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarþjónustu fyrir börn, og hefur gert það síðustu tíu árin. Hún segir ekki margt hafa breyst í vanda barna en að foreldrar þurfi meiri aðstoð nú en áður. „Við byrjuðum 2014 að veita þjónustu á netinu. Löngu fyrir heimsfaraldur Covid,“ segir Tinna sem rekur talþjónustuna Tröppu. Hún segir Tröppu leiðandi á því sviði og það hafi alltaf verið þeirra sýn að tryggja jafnt aðgengi allra. „Okkar sýn hefur alltaf verið að jafna aðgengi að sérhæfðri þjónustu. Það á ekki að skipta máli hvar þú býrð. Þú átt að geta nálgast þann sérfræðing sem þú hefur þörf á sama hvar þý býrð,“ segir Tinna. Nýlega útvíkkuðu þau þjónustu fyrirtækisins en nú er hægt að bóka sérfræðiþjónustu ýmissa ráðgjafa á heimasíðu Tröppu. „Við erum þannig að grípa fólk sem hefur áhyggjur fyrr og getum þannig veitt þeim stuðning.“ Löng bið Hjá flestum talmeinafræðingum eru langir biðlistar að þjónustu en í upplýsingum úr samantekt umboðsmanns barna frá því í fyrra kom fram að um 3.700 börn væru að bíða eftir þjónustu en um þúsund þeirra væru skráð á fleiri en einn biðlista. Flest þeirra bíða í um sex mánuði eða ár en biðtíminn gat samkvæmt greiningunni verið allt að tvö ár. Tinna segir að með því að vinna á netinu nái þau að sinna landsbyggðinni vel og mynda góð tengsl við leikskóla og skóla.Vísir/Einar „Það hafa verið fáir talmeinafræðingar starfandi í gegnum árin og það hefur búið til þessa biðlista. Fyrir okkar tíð var ekkert aðgengi víða á landinu en við sinnum að miklu leyti landsbyggðinni,“ segir Tinna. Áður hafi þjónusta fyrir fólk á landsbyggðinni verið í boði mögulega nokkrum sinnum á ári í heimabyggð eða fólk þurft að ferðast á höfuðborgarsvæðið. Hún segir að um 90 prósent af þeirra þjónustu sé veitt á netinu og starfsfólkið sé orðið sérþjálfað í því. Þau finni ekki mikinn mun á því að veita þjónustuna á netinu í stað þess að gera augliti til auglitis. Hún segir börnin alltaf spennt að koma í tíma í tölvunni. Góð tengsl við landsbyggð og skóla Með því að vinna á netinu segir Tinna að þeim gefist einnig tækifæri á að vinna mjög náið með skólum eða leikskólum þeirra barna sem koma til þeirra. Tímarnir þeirra, sem fari fram á netinu, fari fram á skólatíma. Þannig tryggi þau að margir sem komi að máli barnsins vinni að því saman. „Það hjálpar til við að halda utan um málin og vinna þau áfram. Auk þess færist þá þekking yfir í skólana,“ segir Tinna og að það hafi verið mikil ánægja með verkefnið. Tinna segir vanda barna geta verið margþættan en algengast sé að það séu einhver málþroskafrávik eða málþroskaröskun, seinkaður málþroski eða framburðarfrávik. „Svo eru aðrar börn með aðrar raskanir eins og taugaþroskaraskanir eða einhverfu sem eru oft með málþroskavanda tengt því.“ Víða eru langir biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga.Vísir/Einar Tinna segir vandamálin sem börn og fullorðnir glíma við ekki hafa breyst mikið síðustu árin. Þau séu yfirleitt þau sömu. Það sem hafi breyst sé meðvitund um málþroska, mikilvægi hans og málþroskaraskanir. „Mér líður líka eins og foreldrar séu oft í vanda hvernig þeir eigi að tala við börnin sín. Foreldrar þurfa mikinn stuðning í þessu uppeldishlutverki og hvernig á að vera góður máluppalandi,“ segir Tinna og að þau hafi reynt að leiðbeina foreldrum í þessu. „Það þarf að styðja við foreldra í þessu samhengi. Hvernig talarðu við barnið, hvernig örvarðu málþroska barnsins og hvernig byggirðu þessi tengsl við barnið þitt í gegnum málþroska. Fólk kannski heldur að þetta komi af sjálfu sér, en það er ekki þannig. Við þurfum að örva börnin og það þarf að hjálpa foreldrum oft með það,“ segir Tinna. Hún segir að þetta tengist umræðu um málskilning og minni lestur barna. „Lengi býr að fyrstu gerð. Þess vegna er svo mikilvægt að stunda gott máluppeldi,“ segir Tinna. Gott máluppeldi geti sem dæmi falist í því að tala við barnið um það sem er verið að gera, að setja orð á athafnir. „Ekki vera endalaust að spyrja barnið út í hitt og þetta og setja pressu á tal. Vertu frekar fyrirmyndin og talaðu um það sem þú sérð og þið eruð að gera. Gerðu hluti með barninu þínu og myndaðu augnsamband á meðan,“ segir Tinna og að með því að gera það sýni fólk barninu að það hafi áhuga. „Það er ótrúlega mikilvægt að búa til góðar samverustundir. Til dæmis með því að lesa saman bækur, heimsækja bókasöfn og gera það að fastri rútínu. Ekki að setja barnið fyrir framan skjá, þó það sé þægilegt,“ segir Tinna. Ekki nóg að rétta bækling Hegðun foreldra, hvað þetta varðar, hafi breyst töluvert. „Það er hegðun foreldra. Maður finnur hvað þau þurfa á fræðslu að halda. Foreldrar sem hafa áhyggjur og hvernig þau þurfa, ekki síður en börnin, á inngripi að halda.“ Lykilinn sé þannig góð samvera og alvöru samtal. View this post on Instagram A post shared by Tinna talmeinafræðingur (@babblogspjall) „Það er ekki nóg að rétta foreldrum bækling heldur þarf að kenna fólki og ræða þetta við þau.“ Trappa átti tíu ára afmæli í vikunni. Til að fagna þeim áfanga er Tinna að skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem fjallað verður um málþroska og tengsl. „Við teljum, og það er búið að sýna fram á í rannsóknum, að tengslamyndum sé forsenda velgengni á fullorðinsárum. Hversu sterk tengsl þú ert með við fullorðinn einstakling,“ segir Tinna en á ráðstefnunni mun hún sjálf halda erindi auk Sæunnar Kjartansdóttur og Halldís Ólafsdóttir talmeinafræðingur. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Réttindi barna Íslensk tunga Tengdar fréttir Erfitt að sjá barnið sitt eiga í erfiðleikum með tungumálin sín Hjónin Alondra Silva Munoz og Helgi Þorsteinsson Silva gáfu nýlega saman út bókina Töfrandi fjöltyngdur heimur Áka Tahiel. Þau sóttu innblástur að bókinni í sitt eigið líf og til sonar síns sem er á þriðja aldursári og talar þrjú tungumál, íslensku, spænsku og ensku. 6. febrúar 2024 09:01 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt. 17. september 2023 13:16 1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Við byrjuðum 2014 að veita þjónustu á netinu. Löngu fyrir heimsfaraldur Covid,“ segir Tinna sem rekur talþjónustuna Tröppu. Hún segir Tröppu leiðandi á því sviði og það hafi alltaf verið þeirra sýn að tryggja jafnt aðgengi allra. „Okkar sýn hefur alltaf verið að jafna aðgengi að sérhæfðri þjónustu. Það á ekki að skipta máli hvar þú býrð. Þú átt að geta nálgast þann sérfræðing sem þú hefur þörf á sama hvar þý býrð,“ segir Tinna. Nýlega útvíkkuðu þau þjónustu fyrirtækisins en nú er hægt að bóka sérfræðiþjónustu ýmissa ráðgjafa á heimasíðu Tröppu. „Við erum þannig að grípa fólk sem hefur áhyggjur fyrr og getum þannig veitt þeim stuðning.“ Löng bið Hjá flestum talmeinafræðingum eru langir biðlistar að þjónustu en í upplýsingum úr samantekt umboðsmanns barna frá því í fyrra kom fram að um 3.700 börn væru að bíða eftir þjónustu en um þúsund þeirra væru skráð á fleiri en einn biðlista. Flest þeirra bíða í um sex mánuði eða ár en biðtíminn gat samkvæmt greiningunni verið allt að tvö ár. Tinna segir að með því að vinna á netinu nái þau að sinna landsbyggðinni vel og mynda góð tengsl við leikskóla og skóla.Vísir/Einar „Það hafa verið fáir talmeinafræðingar starfandi í gegnum árin og það hefur búið til þessa biðlista. Fyrir okkar tíð var ekkert aðgengi víða á landinu en við sinnum að miklu leyti landsbyggðinni,“ segir Tinna. Áður hafi þjónusta fyrir fólk á landsbyggðinni verið í boði mögulega nokkrum sinnum á ári í heimabyggð eða fólk þurft að ferðast á höfuðborgarsvæðið. Hún segir að um 90 prósent af þeirra þjónustu sé veitt á netinu og starfsfólkið sé orðið sérþjálfað í því. Þau finni ekki mikinn mun á því að veita þjónustuna á netinu í stað þess að gera augliti til auglitis. Hún segir börnin alltaf spennt að koma í tíma í tölvunni. Góð tengsl við landsbyggð og skóla Með því að vinna á netinu segir Tinna að þeim gefist einnig tækifæri á að vinna mjög náið með skólum eða leikskólum þeirra barna sem koma til þeirra. Tímarnir þeirra, sem fari fram á netinu, fari fram á skólatíma. Þannig tryggi þau að margir sem komi að máli barnsins vinni að því saman. „Það hjálpar til við að halda utan um málin og vinna þau áfram. Auk þess færist þá þekking yfir í skólana,“ segir Tinna og að það hafi verið mikil ánægja með verkefnið. Tinna segir vanda barna geta verið margþættan en algengast sé að það séu einhver málþroskafrávik eða málþroskaröskun, seinkaður málþroski eða framburðarfrávik. „Svo eru aðrar börn með aðrar raskanir eins og taugaþroskaraskanir eða einhverfu sem eru oft með málþroskavanda tengt því.“ Víða eru langir biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga.Vísir/Einar Tinna segir vandamálin sem börn og fullorðnir glíma við ekki hafa breyst mikið síðustu árin. Þau séu yfirleitt þau sömu. Það sem hafi breyst sé meðvitund um málþroska, mikilvægi hans og málþroskaraskanir. „Mér líður líka eins og foreldrar séu oft í vanda hvernig þeir eigi að tala við börnin sín. Foreldrar þurfa mikinn stuðning í þessu uppeldishlutverki og hvernig á að vera góður máluppalandi,“ segir Tinna og að þau hafi reynt að leiðbeina foreldrum í þessu. „Það þarf að styðja við foreldra í þessu samhengi. Hvernig talarðu við barnið, hvernig örvarðu málþroska barnsins og hvernig byggirðu þessi tengsl við barnið þitt í gegnum málþroska. Fólk kannski heldur að þetta komi af sjálfu sér, en það er ekki þannig. Við þurfum að örva börnin og það þarf að hjálpa foreldrum oft með það,“ segir Tinna. Hún segir að þetta tengist umræðu um málskilning og minni lestur barna. „Lengi býr að fyrstu gerð. Þess vegna er svo mikilvægt að stunda gott máluppeldi,“ segir Tinna. Gott máluppeldi geti sem dæmi falist í því að tala við barnið um það sem er verið að gera, að setja orð á athafnir. „Ekki vera endalaust að spyrja barnið út í hitt og þetta og setja pressu á tal. Vertu frekar fyrirmyndin og talaðu um það sem þú sérð og þið eruð að gera. Gerðu hluti með barninu þínu og myndaðu augnsamband á meðan,“ segir Tinna og að með því að gera það sýni fólk barninu að það hafi áhuga. „Það er ótrúlega mikilvægt að búa til góðar samverustundir. Til dæmis með því að lesa saman bækur, heimsækja bókasöfn og gera það að fastri rútínu. Ekki að setja barnið fyrir framan skjá, þó það sé þægilegt,“ segir Tinna. Ekki nóg að rétta bækling Hegðun foreldra, hvað þetta varðar, hafi breyst töluvert. „Það er hegðun foreldra. Maður finnur hvað þau þurfa á fræðslu að halda. Foreldrar sem hafa áhyggjur og hvernig þau þurfa, ekki síður en börnin, á inngripi að halda.“ Lykilinn sé þannig góð samvera og alvöru samtal. View this post on Instagram A post shared by Tinna talmeinafræðingur (@babblogspjall) „Það er ekki nóg að rétta foreldrum bækling heldur þarf að kenna fólki og ræða þetta við þau.“ Trappa átti tíu ára afmæli í vikunni. Til að fagna þeim áfanga er Tinna að skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem fjallað verður um málþroska og tengsl. „Við teljum, og það er búið að sýna fram á í rannsóknum, að tengslamyndum sé forsenda velgengni á fullorðinsárum. Hversu sterk tengsl þú ert með við fullorðinn einstakling,“ segir Tinna en á ráðstefnunni mun hún sjálf halda erindi auk Sæunnar Kjartansdóttur og Halldís Ólafsdóttir talmeinafræðingur.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Réttindi barna Íslensk tunga Tengdar fréttir Erfitt að sjá barnið sitt eiga í erfiðleikum með tungumálin sín Hjónin Alondra Silva Munoz og Helgi Þorsteinsson Silva gáfu nýlega saman út bókina Töfrandi fjöltyngdur heimur Áka Tahiel. Þau sóttu innblástur að bókinni í sitt eigið líf og til sonar síns sem er á þriðja aldursári og talar þrjú tungumál, íslensku, spænsku og ensku. 6. febrúar 2024 09:01 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt. 17. september 2023 13:16 1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Erfitt að sjá barnið sitt eiga í erfiðleikum með tungumálin sín Hjónin Alondra Silva Munoz og Helgi Þorsteinsson Silva gáfu nýlega saman út bókina Töfrandi fjöltyngdur heimur Áka Tahiel. Þau sóttu innblástur að bókinni í sitt eigið líf og til sonar síns sem er á þriðja aldursári og talar þrjú tungumál, íslensku, spænsku og ensku. 6. febrúar 2024 09:01
„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03
Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt. 17. september 2023 13:16
1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21