Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:13 Húsið er hannað af TBL Arkitektum og mun rísa á lóð nýja Landspítalans. Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, undirrituðu í dag samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni. ÞG verk átti lægsta tilboð í útboði verksins sem fram fór fyrr á þessu ári. „Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs er afrakstur áralangrar þróunar og vinnu innan og utan HÍ með það að markmiði efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði heilbrigðisvísinda í nánu samstarfi við Landspítala. Heilbrigðisvísindasvið gegnir enda lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi og rannsóknum tengdum heilsu þjóðarinnar.“ Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Stefnt er að því að uppsteypu og ytri frágangi á nýbyggingunni ljúki sumarið 2026 og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í hana á fyrri helmingi ársins 2028. Endurbætur í Læknagarði hefjast í framhaldinu og áætlað er að þeim ljúki á árinu 2029. Allar tímasetningar eru með fyrirvara um fjárheimildir og þátttöku í útboðum. Við þetta má bæta að nýbyggingin verður umhverfisvottuð samkvæmt BREEAM-staðlinum líkt og aðrar nýbyggingar á Landspítalasvæðinu við Hringbraut. „Menntun heilbrigðisstarfsfólks er lykilatriði þegar kemur að mönnun heilbrigðiskerfisins. Að sameina einingar á sviði heilbrigðisvísinda undir einu þaki mun stuðla að betri samvinnu við kennslu og rannsóknir og þetta hús á eftir að styrkja náið samstarf Landspítala og Háskóla Íslands. Forsenda þess að hægt sé að fjölga nemum er að innviðir séu góðir og það er óhætt að segja að þessi nýbygging eigi eftir að stórbæta aðstöðu heilbrigðisvísinda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hér er stigið afar mikilvægt skref í byggingu húss Heilbrigðisvísindasviðs. Aðdragandinn að þeirri uppbyggingu sem er fram undan hefur verið langur eða hátt í tveir áratugir. Nýbyggingin ásamt endurgerðum Læknagarði mun gjörbreyta aðstöðu Heilbrigðisvísindasviðs til hins betra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefninu fyrir ómetanlegt framlag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að nær öll starfsemi sviðsins verði í byggingunni en hún er nú á níu stöðum víða um borgina. Eirberg, sem frá upphafi hefur hýst Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ á Landspítalalóðinni, verður nýtt áfram af sviðinu eftir því sem þörf krefur. Myndatexti: Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Skóla- og menntamál Háskólar Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, undirrituðu í dag samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni. ÞG verk átti lægsta tilboð í útboði verksins sem fram fór fyrr á þessu ári. „Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs er afrakstur áralangrar þróunar og vinnu innan og utan HÍ með það að markmiði efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði heilbrigðisvísinda í nánu samstarfi við Landspítala. Heilbrigðisvísindasvið gegnir enda lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi og rannsóknum tengdum heilsu þjóðarinnar.“ Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Stefnt er að því að uppsteypu og ytri frágangi á nýbyggingunni ljúki sumarið 2026 og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í hana á fyrri helmingi ársins 2028. Endurbætur í Læknagarði hefjast í framhaldinu og áætlað er að þeim ljúki á árinu 2029. Allar tímasetningar eru með fyrirvara um fjárheimildir og þátttöku í útboðum. Við þetta má bæta að nýbyggingin verður umhverfisvottuð samkvæmt BREEAM-staðlinum líkt og aðrar nýbyggingar á Landspítalasvæðinu við Hringbraut. „Menntun heilbrigðisstarfsfólks er lykilatriði þegar kemur að mönnun heilbrigðiskerfisins. Að sameina einingar á sviði heilbrigðisvísinda undir einu þaki mun stuðla að betri samvinnu við kennslu og rannsóknir og þetta hús á eftir að styrkja náið samstarf Landspítala og Háskóla Íslands. Forsenda þess að hægt sé að fjölga nemum er að innviðir séu góðir og það er óhætt að segja að þessi nýbygging eigi eftir að stórbæta aðstöðu heilbrigðisvísinda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hér er stigið afar mikilvægt skref í byggingu húss Heilbrigðisvísindasviðs. Aðdragandinn að þeirri uppbyggingu sem er fram undan hefur verið langur eða hátt í tveir áratugir. Nýbyggingin ásamt endurgerðum Læknagarði mun gjörbreyta aðstöðu Heilbrigðisvísindasviðs til hins betra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefninu fyrir ómetanlegt framlag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að nær öll starfsemi sviðsins verði í byggingunni en hún er nú á níu stöðum víða um borgina. Eirberg, sem frá upphafi hefur hýst Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ á Landspítalalóðinni, verður nýtt áfram af sviðinu eftir því sem þörf krefur. Myndatexti: Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann.
Skóla- og menntamál Háskólar Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira