Íbúðin er í eigu Írisar Bjarkar Tanyu Jónsdóttur stofnanda og eiganda skartgripaverslunarinnar Vera design.
Sameign hússins er í sérflokki með glæsilegri aðstöðu, gufubaði og líkamsræktarsal svo eitthvað sé nefnt. Húsið var teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt og gengið eru upp eina hæð frá aðalinngangi hússins að íbúðinni. Ásett verð er 159.700.000 krónur.
Í forstofunni má finna Versace flísar, fatahengi og tvöfalda vængjahurð sem leiðir inn í alrýmið. Íbúðin býr yfir tveimur baðherbergjum sem voru bæði endurnýjuð árið 2023. Í hjónasvítunni er fataherbergi og baðherbergi. Sömuleiðis er poolherbergi í íbúðinni með „retro“ leikjakassa.









Hér má skoða íbúðina á fasteignavefnum.