Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert. Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira