„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. júlí 2024 15:11 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún. Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Fyrir tveimur vikum vísaði kærunefnd útlendingamála máli hins ellefu ára Yazan Tamimi og fjölskyldu hans frá. Yazan er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og getur ekki gengið vegna þess. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Brottvísuninni hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgi en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún mun eiga sér stað. Þó heldur fjölskyldan og lögmaður þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, enn í vonina og hafa óskað eftir því að kærunefndin taki mál þeirra til skoðunar á ný. Ásmundur Einar segir barnamálaráðuneytið ekki hafa neinar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og að það hafi ekki heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ segir Ásmundur. Það sé gríðarlega mikilvægt að komi til flutnings hans úr landi sé fulltryggt að hann ógni ekki heilsu hans og að honum sé tryggð sú þjónusta sem hann þarf á að halda í móttökulandinu, sem í þessu tilviki er Spánn. „Annað væri ekki hluti af þeim skyldum og réttindum sem okkur ber gagnvart börnum í þessari viðkvæmu stöðu,“ segir Ásmundur. Það þurfi að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ segir Ásmundur. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki get tjáð sig um einstaka mál en ráðuneyti hennar fer með útlendingamálin. Hún væntir þess að þær stofnanir sem tóku málið fyrir hafi gert það vel. „Nú er það þannig að það er búið að taka mál þessa einstaklings fyrir á tveimur stjórnsýslustigum og þar er komin niðurstaða. Ég get ekki tjáð mig frekar um það. Málsmeðferð átti sér stað hjá Útlendingastofnun og kærunefnd. Þar er komin niðurstaða,“ segir Guðrún.
Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira