Faglært starfsfólk og eftirlit skorti í búsetuúrræðum fyrir börn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis, segir eftirlit og faglært starfsfólk skorta hjá tveimur einkareknum búsetuúrræðum fyrir börn. Vilhelm/Vinakot Eftirlit umboðsmanns Alþingis með Klettabæ og Vinakoti, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn, leiddi í ljós að fagfólk hefur takmarkaða aðkomu að umönnun barna sem fá þar þjónustu frá degi til dags. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku. Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku.
Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira