Enginn íslenskur frjálsíþróttamaður gerði nóg til að komast á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 17:13 Erna Sóley Gunnarsdóttir var næsti því að vera með 32 efstu í sinni grein. Getty/Dean Mouhtaropoulos Eigi Ísland að eiga keppendur í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París þá þarf Ísland að fá sérstakt boðsæti eða að einhverjar þjóðir að afþakki sæti sín vegna meiðsla eða annarra hluta. Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira