Heilræði fyrir Nýhaldið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 4. júlí 2024 08:30 Miðflokkurinn virðist vera forsprökkum Nýja Sjálfstæðisflokksins (Nýhaldsins) mjög hugleikinn þessa dagana. Þegar þeir náðu 18,5% í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup taldi ég að það hefði verið fagnað í Valhöll eins og það væri 1999. En sú virðist ekki hafa verið raunin. Enn svífur einhver gremja yfir vötnum. Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG. Þetta virðist vera orðin megin nálgun Nýhaldsins. Að allt sem þeir gera af sér geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn hafi ekki komið í veg fyrir það. Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina. Það hafði gleymst að mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna. Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun. Slíkt vekur líka upp spurningar um hver sé tilgangur stjórnmálamanna og ólíkra flokka ef hlutverk þeirra á fyrst og fremst að vera að staðfesta samkomulög embættismanna og svo jafnharðan það sem bætt er við þau samkomulög. Þingflokki Nýhaldsins var bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Því fólki er enda enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands. Næst nefndi þingflokksformaðurinn að stofnanir eins og Jafnréttisstofa hefðu mun fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun. Það mátti skilja á þingflokksformanninum að það sæi ekki á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hefðu þegar útdeilt. Blaðamaðurinn var þó nógu vel með á nótunum til að spyrja um hinar yfirgengilegu [mitt orðalag] valdheimildir sem nýju stofnuninni eru veittar í 7. grein laganna. Nokkuð sem VG hefur státað sig af. Svarið var eftirfarandi: „Já það er samkvæmt þessum blessuðu Parísarviðmiðum – en þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hefur hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru.” Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni. Staða Nýhaldsins og samstarfsflokka Eins og ég hef nefnt áður hef ég nokkrar áhyggjur af stöðu Nýhaldsins og því að flokkurinn virðist hafa gleymt ýmsum grundvallargildum „gamla góða íhaldsins”. Það virðist raunar sammerkt með öllum stjórnarflokkunum að þeir hafi gleymt góðum og gegnum prinsippum forveranna. En aðeins Nýhaldið lýsir sér sem hjálparvana fórnarlambi sögunnar. Það á ekki bara við um þau tilvik þar sem þeim gremst að Miðflokkurinn hafi ekki stoppað þá af. Einnig er nefnt að flokkurinn hafi lent í slæmum félagsskap og geti ekkert í því gert en auk þess virðast forsprakkarnir álíta sig þræla þess að hafa innleitt alls konar vitleysu á fyrri stigum og hana þurfi að klára. Tískufrömuðurinn Einn þeirra sem hafa viljað tolla í tískunni í breyttum flokki er Björn Bjarnason sem ásamt skjólstæðingi sínum, loftslagsráðherranum, er allra manna duglegastur við að kenna Miðflokknum og Framsóknarflokki áranna 2009-2016 um vandræði Sjálfstæðisflokksins. Lengst af byggði Björn þessa heimsmynd sína á tveimur sögum. Hvorug er sönn og báðar hafa verið margleiðréttar. En Björn lætur það ekki stoppa sig og virðist telja að sannleiksgildið aukist ef hann endurtekur sögurnar nógu oft. Björn virðist svo verða heldur illkvittnari með árunum. Jafnvel mætti ætla að markmiði væri að réttlæta áratugagamalt uppnefni Össurar Skarphéðinssonar með því að reka eins manns „skrímsladeild”. Fyrir vikið hefur Björn bætt við nýjum sögum, m.a. skröksögum um útlendingamál og téða Mannréttindastofnun. E.t.v. er honum bara ofarlega í huga nálgun Lyndons B. Johnson þegar kosningastjóri hans sagði: „Við getum ekki sagt þetta Lyndon, þú veist að þetta er ekki satt”. Johnson svaraði þá með þjósti: „Auðvitað er þetta ekki satt” og bætti svo við hinum kunna frasa: „But let's make the bastard deny it!” Ef sú er ekki raunin má Björn vita að hann er hvenær sem er velkominn í hinn vinsæla hlaðvarpsþátt Sjónvarpslausa fimmtudaga þar sem hann má segja sögurnar sínar óáreittur og bregðast svo við leiðréttingunum. Birni er frjálst að hafa þingflokksformanninn með sér til halds og trausts. Tillaga að lausn Sem maður friðar og framfara ætla ég þó að halda áfram tilraunum til að reyna að veita forsprökkum Sjálfstæðisflokksins, nýjum og gömlum, góð ráð. Það er mér líklega að útgjaldalausu því þeir fara ekki eftir góðum ráðum ótilneyddir. Ráðin eru þessi: Takið ykkur tak. Hættið að einblína á Miðflokkinn og kenna honum um vandræði ykkar. Hugið að Sjálfstæðisflokknum. Verið stoltir af því góða í stefnu flokksins í gegnum tíðina og árangrinum sem af því hlaust. Finnið aftur prinsippin. Eða leit flokkurinn ekki á sig sem eins konar varðlið borgaralegra gilda? Hví að eyða tímanum í að réttlæta eftirgjöf flokksins og ráðast á þá sem ekki hafa gefist upp. Ekki ráðast á slökkviliðið á meðan allt brennur á bak við ykkur og borgaraleg gildi eiga í vök að verjast. Ég segi við ykkur það sama og ég segi við við trausta framsóknarmenn af gamla skólanum og annað skynsemishyggjufólk: Komið með okkur í baráttuna fyrir gömlu góðu grundvallargildunum og framtíð Íslands. Það ætti að vera forgangsverkefni allra. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn virðist vera forsprökkum Nýja Sjálfstæðisflokksins (Nýhaldsins) mjög hugleikinn þessa dagana. Þegar þeir náðu 18,5% í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup taldi ég að það hefði verið fagnað í Valhöll eins og það væri 1999. En sú virðist ekki hafa verið raunin. Enn svífur einhver gremja yfir vötnum. Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG. Þetta virðist vera orðin megin nálgun Nýhaldsins. Að allt sem þeir gera af sér geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn hafi ekki komið í veg fyrir það. Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina. Það hafði gleymst að mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna. Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun. Slíkt vekur líka upp spurningar um hver sé tilgangur stjórnmálamanna og ólíkra flokka ef hlutverk þeirra á fyrst og fremst að vera að staðfesta samkomulög embættismanna og svo jafnharðan það sem bætt er við þau samkomulög. Þingflokki Nýhaldsins var bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Því fólki er enda enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands. Næst nefndi þingflokksformaðurinn að stofnanir eins og Jafnréttisstofa hefðu mun fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun. Það mátti skilja á þingflokksformanninum að það sæi ekki á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hefðu þegar útdeilt. Blaðamaðurinn var þó nógu vel með á nótunum til að spyrja um hinar yfirgengilegu [mitt orðalag] valdheimildir sem nýju stofnuninni eru veittar í 7. grein laganna. Nokkuð sem VG hefur státað sig af. Svarið var eftirfarandi: „Já það er samkvæmt þessum blessuðu Parísarviðmiðum – en þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hefur hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru.” Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni. Staða Nýhaldsins og samstarfsflokka Eins og ég hef nefnt áður hef ég nokkrar áhyggjur af stöðu Nýhaldsins og því að flokkurinn virðist hafa gleymt ýmsum grundvallargildum „gamla góða íhaldsins”. Það virðist raunar sammerkt með öllum stjórnarflokkunum að þeir hafi gleymt góðum og gegnum prinsippum forveranna. En aðeins Nýhaldið lýsir sér sem hjálparvana fórnarlambi sögunnar. Það á ekki bara við um þau tilvik þar sem þeim gremst að Miðflokkurinn hafi ekki stoppað þá af. Einnig er nefnt að flokkurinn hafi lent í slæmum félagsskap og geti ekkert í því gert en auk þess virðast forsprakkarnir álíta sig þræla þess að hafa innleitt alls konar vitleysu á fyrri stigum og hana þurfi að klára. Tískufrömuðurinn Einn þeirra sem hafa viljað tolla í tískunni í breyttum flokki er Björn Bjarnason sem ásamt skjólstæðingi sínum, loftslagsráðherranum, er allra manna duglegastur við að kenna Miðflokknum og Framsóknarflokki áranna 2009-2016 um vandræði Sjálfstæðisflokksins. Lengst af byggði Björn þessa heimsmynd sína á tveimur sögum. Hvorug er sönn og báðar hafa verið margleiðréttar. En Björn lætur það ekki stoppa sig og virðist telja að sannleiksgildið aukist ef hann endurtekur sögurnar nógu oft. Björn virðist svo verða heldur illkvittnari með árunum. Jafnvel mætti ætla að markmiði væri að réttlæta áratugagamalt uppnefni Össurar Skarphéðinssonar með því að reka eins manns „skrímsladeild”. Fyrir vikið hefur Björn bætt við nýjum sögum, m.a. skröksögum um útlendingamál og téða Mannréttindastofnun. E.t.v. er honum bara ofarlega í huga nálgun Lyndons B. Johnson þegar kosningastjóri hans sagði: „Við getum ekki sagt þetta Lyndon, þú veist að þetta er ekki satt”. Johnson svaraði þá með þjósti: „Auðvitað er þetta ekki satt” og bætti svo við hinum kunna frasa: „But let's make the bastard deny it!” Ef sú er ekki raunin má Björn vita að hann er hvenær sem er velkominn í hinn vinsæla hlaðvarpsþátt Sjónvarpslausa fimmtudaga þar sem hann má segja sögurnar sínar óáreittur og bregðast svo við leiðréttingunum. Birni er frjálst að hafa þingflokksformanninn með sér til halds og trausts. Tillaga að lausn Sem maður friðar og framfara ætla ég þó að halda áfram tilraunum til að reyna að veita forsprökkum Sjálfstæðisflokksins, nýjum og gömlum, góð ráð. Það er mér líklega að útgjaldalausu því þeir fara ekki eftir góðum ráðum ótilneyddir. Ráðin eru þessi: Takið ykkur tak. Hættið að einblína á Miðflokkinn og kenna honum um vandræði ykkar. Hugið að Sjálfstæðisflokknum. Verið stoltir af því góða í stefnu flokksins í gegnum tíðina og árangrinum sem af því hlaust. Finnið aftur prinsippin. Eða leit flokkurinn ekki á sig sem eins konar varðlið borgaralegra gilda? Hví að eyða tímanum í að réttlæta eftirgjöf flokksins og ráðast á þá sem ekki hafa gefist upp. Ekki ráðast á slökkviliðið á meðan allt brennur á bak við ykkur og borgaraleg gildi eiga í vök að verjast. Ég segi við ykkur það sama og ég segi við við trausta framsóknarmenn af gamla skólanum og annað skynsemishyggjufólk: Komið með okkur í baráttuna fyrir gömlu góðu grundvallargildunum og framtíð Íslands. Það ætti að vera forgangsverkefni allra. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun