Andrea svekkir sig ekki á mannlegum mistökum Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 16:13 Andrea Kolbeinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tíu þúsund metra hlaupi í Ármannshlaupinu í fyrradag en mun ekki fá tíma sinn og bætinguna þar, líkt og aðrir hlauparar, skráða í afrekaskrá FRÍ. Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Þeir hlauparar sem tóku þátt í Ármannshlaupinu í fyrradag munu ekki fá afrek sín skráð í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Í tilkynningu segir að hlaupaleiðin teljist of stutt en fimmtíu og átta metra vantaði upp á metrana tíu þúsund sem hlaupararnir áttu að hlaupa. Ein þeirra sem þreytti hlaupið í fyrradag er Andrea Kolbeinsdóttir sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni með því að koma fyrst í mark í kvennaflokki. „Auðvitað er þetta svekkjandi fyrir alla. Það voru margir sem að hlupu þarna í fyrradag sem að voru að bæta sig. Bætingar sem að verða svo ekki teknar gildar,“ segir Andrea í samtali við Vísi en hún stóð uppi sem sigurvegari Ármannshlaupsins, tíu kílómetra götuhlaupi, í kvennaflokki á tímanum 34:08. Þegar búið er að taka skekkjuna á hlaupalengdinni með í reikninginn er hún samt að bæta sinn besta tíma í greininni frá upphafi sem er skráður 35:00. Bæting sem verður hins vegar ekki skráð í afrekaskránna vegna metranna fimmtíu og átta sem vantaði upp á. Andrea og Arnar Pétursson stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í tíu þúsund metra hlaupi utanhúss í fyrradag eftir sigur í Armannshlaupinu.Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Fram kemur í tilkynningu frá frjálsíþróttadeild Ármanns, umsjónaraðila hlaupsins, að mannleg mistök megi rekja til þess að fimmtíu og átta metra vantaði upp á þá tíu þúsund sem mynduðu hlaupaleiðina en sökum framkvæmda á henni þurfti á síðustu stundu að breyta hlaupaleiðinni. „Ef að ég hugsa út í þetta út frá sjálfri mér þá taldi ég upphaflega að ég væri að bæta minn besta tíma í tíu kílómetra götuhlaupi um fimmtíu sekúndur. Hlaupið var fimmtíu og átta metrum of stutt og ég gæti því bætt um fimmtán sekúndum við tímann minn í fyrradag til að jafna þá skekkju út. Þá sé ég að ég væri enn að bæta minn besta tíma í greininni. Ég er því alveg sátt með tímann minn þrátt fyrir að ég fái hann ekki löglega skráðan í afrekaskránna. Þá stendur Íslandsmeistaratitillinn enn þá þrátt fyrir að hlaupið sé ekki löglegt. Þannig að þegar að upp er staðið eru eflaust margir hlauparar sem standa eftir pirraðri en ég.“ Andrea Kolbeinsdóttir hefur komið víða við á sínum hlaupaferli til þessa og unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landiVÍSIR/HULDA MARGRÉT Enginn að gera þetta að leik sínum En hefurðu lent í því áður að mæld vegalengd í keppnishlaupi sé of stutt? Því maður hefur nú heyrt af því áður að slíkt hafi gerst. „Já ég hef lent í þessu einu sinni áður og einmitt í tíu kílómetra hlaupi en þar var skekkjan töluvert meiri. Það hlaup var eitthvað um átta hundruð metrum of stutt. Það föttuðu það allir bara um leið og þeir komu yfir marklínuna. En hlaupið í fyrradag var svo ótrúlega lítið of stutt. Maður var ekki alveg viss þegar að maður kom í mark hvort þetta væri löglegt hlaup eða ekki. Þegar að ég kem í mark lít ég á úrið mitt og það sýnir mér að ég sé búin að hlaupa 9,98 kílómetra. Ég fer þá strax að hugsa að þetta hlaup hafi mögulega verið of stutt. Þetta kom mér því ekki á óvart. Það var hins vegar enginn að gera það að leik sínum að hafa þetta hlaup of stutt. Það var enginn að gera þetta viljandi. Þarna var náttúrulega verið að hlaupa nýja leið frá því sem hefur verið gert áður. Það voru einhverjar framkvæmdir sem sköruðust á við þessa nýju leið og því þurfti að breyta henni örlítið bara með mjög skömmum fyrirvara. Maður skilur þetta því ótrúlega vel að svona skyldi hafa gerst. Þótt það sé svekkjandi.“ Enn einn Íslandsmeistaratitillinn í hús hjá Andreu og ekki er langt í næsta hlaup. „Alltaf gaman að fá Íslandsmeistaratitil. Ég er akkúrat á leiðinni norður á Akureyri núna þar sem að í kvöld fer fram Íslandsmótið í hálfu maraþoni.“ Andrea á harða spretti í Ármannshlaupinu í fyrradagMynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Hefur verið óstöðvandi Andrea hefur átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi stóð hún uppi sem sigurvegari í 5000 metra hlaupi, 3000 metra hindrunarhlaupi, þar sem að hún á sjálf Íslandsmetið í greininni, og svo 1500 metra hlaupi. „Það hefur ekki gerst áður, eftir minni bestu vitund, að öll þessi hlaup séu á dagskrá á innan við viku tímabili. Það er bara skemmtileg áskorun að glíma við það.“ En er ekkert mál að skipta á milli þessara mismunandi tegunda hlaupa á þessum knappa tíma? „Mér finnst það bara mjög skemmtilegt að hafa þetta svona fjölbreytt. Fyrir mitt leiti finnst mér þetta mjög svipaðar greinar, kannski sér í lagi ef maður tekur fjallahlaupin, sem maður stundar líka, með í þetta. Það er bara geggjað að hafa vera búin að vinna smá í hraðanum um síðustu helgi. Það nýtist mér vel þegar komið er í þetta tíu kílómetra hlaup í fyrradag sem og hálfa maraþonið í kvöld.“ Hættir ekki að hlaupa Þá mun Andrea ekki taka upp á því að slaka á eftir hálfa maraþonið á Akureyri í kvöld. „Það verður stutt hvíld því ég er búin að skrá mig í fimmtíu kílómetra Dyrfjallahlaupið núna á laugardaginn. Það er kannski smá klikkað og vitleysa í mér en ég lít á það sem svona skemmtilegt hlaup og svo keyri ég á þetta alla leið í Laugavegshlaupinu eftir viku.“ Andrea. Maður fer ekki í þetta prógram nema að hafa ástríðu fyrir því að hlaupa. Þú elskar þetta er það ekki? „Það er bara nákvæmlega þannig. Það kannski sést að ég elska að hlaupa mikið því ég er eiginlega að keppa allt of mikið.“ Frjálsar íþróttir Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
„Auðvitað er þetta svekkjandi fyrir alla. Það voru margir sem að hlupu þarna í fyrradag sem að voru að bæta sig. Bætingar sem að verða svo ekki teknar gildar,“ segir Andrea í samtali við Vísi en hún stóð uppi sem sigurvegari Ármannshlaupsins, tíu kílómetra götuhlaupi, í kvennaflokki á tímanum 34:08. Þegar búið er að taka skekkjuna á hlaupalengdinni með í reikninginn er hún samt að bæta sinn besta tíma í greininni frá upphafi sem er skráður 35:00. Bæting sem verður hins vegar ekki skráð í afrekaskránna vegna metranna fimmtíu og átta sem vantaði upp á. Andrea og Arnar Pétursson stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í tíu þúsund metra hlaupi utanhúss í fyrradag eftir sigur í Armannshlaupinu.Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Fram kemur í tilkynningu frá frjálsíþróttadeild Ármanns, umsjónaraðila hlaupsins, að mannleg mistök megi rekja til þess að fimmtíu og átta metra vantaði upp á þá tíu þúsund sem mynduðu hlaupaleiðina en sökum framkvæmda á henni þurfti á síðustu stundu að breyta hlaupaleiðinni. „Ef að ég hugsa út í þetta út frá sjálfri mér þá taldi ég upphaflega að ég væri að bæta minn besta tíma í tíu kílómetra götuhlaupi um fimmtíu sekúndur. Hlaupið var fimmtíu og átta metrum of stutt og ég gæti því bætt um fimmtán sekúndum við tímann minn í fyrradag til að jafna þá skekkju út. Þá sé ég að ég væri enn að bæta minn besta tíma í greininni. Ég er því alveg sátt með tímann minn þrátt fyrir að ég fái hann ekki löglega skráðan í afrekaskránna. Þá stendur Íslandsmeistaratitillinn enn þá þrátt fyrir að hlaupið sé ekki löglegt. Þannig að þegar að upp er staðið eru eflaust margir hlauparar sem standa eftir pirraðri en ég.“ Andrea Kolbeinsdóttir hefur komið víða við á sínum hlaupaferli til þessa og unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landiVÍSIR/HULDA MARGRÉT Enginn að gera þetta að leik sínum En hefurðu lent í því áður að mæld vegalengd í keppnishlaupi sé of stutt? Því maður hefur nú heyrt af því áður að slíkt hafi gerst. „Já ég hef lent í þessu einu sinni áður og einmitt í tíu kílómetra hlaupi en þar var skekkjan töluvert meiri. Það hlaup var eitthvað um átta hundruð metrum of stutt. Það föttuðu það allir bara um leið og þeir komu yfir marklínuna. En hlaupið í fyrradag var svo ótrúlega lítið of stutt. Maður var ekki alveg viss þegar að maður kom í mark hvort þetta væri löglegt hlaup eða ekki. Þegar að ég kem í mark lít ég á úrið mitt og það sýnir mér að ég sé búin að hlaupa 9,98 kílómetra. Ég fer þá strax að hugsa að þetta hlaup hafi mögulega verið of stutt. Þetta kom mér því ekki á óvart. Það var hins vegar enginn að gera það að leik sínum að hafa þetta hlaup of stutt. Það var enginn að gera þetta viljandi. Þarna var náttúrulega verið að hlaupa nýja leið frá því sem hefur verið gert áður. Það voru einhverjar framkvæmdir sem sköruðust á við þessa nýju leið og því þurfti að breyta henni örlítið bara með mjög skömmum fyrirvara. Maður skilur þetta því ótrúlega vel að svona skyldi hafa gerst. Þótt það sé svekkjandi.“ Enn einn Íslandsmeistaratitillinn í hús hjá Andreu og ekki er langt í næsta hlaup. „Alltaf gaman að fá Íslandsmeistaratitil. Ég er akkúrat á leiðinni norður á Akureyri núna þar sem að í kvöld fer fram Íslandsmótið í hálfu maraþoni.“ Andrea á harða spretti í Ármannshlaupinu í fyrradagMynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Hefur verið óstöðvandi Andrea hefur átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi stóð hún uppi sem sigurvegari í 5000 metra hlaupi, 3000 metra hindrunarhlaupi, þar sem að hún á sjálf Íslandsmetið í greininni, og svo 1500 metra hlaupi. „Það hefur ekki gerst áður, eftir minni bestu vitund, að öll þessi hlaup séu á dagskrá á innan við viku tímabili. Það er bara skemmtileg áskorun að glíma við það.“ En er ekkert mál að skipta á milli þessara mismunandi tegunda hlaupa á þessum knappa tíma? „Mér finnst það bara mjög skemmtilegt að hafa þetta svona fjölbreytt. Fyrir mitt leiti finnst mér þetta mjög svipaðar greinar, kannski sér í lagi ef maður tekur fjallahlaupin, sem maður stundar líka, með í þetta. Það er bara geggjað að hafa vera búin að vinna smá í hraðanum um síðustu helgi. Það nýtist mér vel þegar komið er í þetta tíu kílómetra hlaup í fyrradag sem og hálfa maraþonið í kvöld.“ Hættir ekki að hlaupa Þá mun Andrea ekki taka upp á því að slaka á eftir hálfa maraþonið á Akureyri í kvöld. „Það verður stutt hvíld því ég er búin að skrá mig í fimmtíu kílómetra Dyrfjallahlaupið núna á laugardaginn. Það er kannski smá klikkað og vitleysa í mér en ég lít á það sem svona skemmtilegt hlaup og svo keyri ég á þetta alla leið í Laugavegshlaupinu eftir viku.“ Andrea. Maður fer ekki í þetta prógram nema að hafa ástríðu fyrir því að hlaupa. Þú elskar þetta er það ekki? „Það er bara nákvæmlega þannig. Það kannski sést að ég elska að hlaupa mikið því ég er eiginlega að keppa allt of mikið.“
Frjálsar íþróttir Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira