Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 11:13 Bílstjórinn með fingur og augu á síma en fótinn á bensíngjöfinni. Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“ Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“
Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira