„Ég var án djóks skoppandi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 19:31 Erna Sóley Gunnarsdóttir, verðandi ólympíufari. vísir „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. Erna Sóley þurfti að bíða í nagandi óvissu um það hvort að hún fengi sæti á leikunum, eftir að hafa verið í 34. sæti síðasta heimslistans fyrir Ólympíuleikana í París, tveimur sætum frá öruggum farseðli á leikana. En nú er orðið ljóst að hún fær sæti á leikunum og verður fulltrúi íslenskra frjálsíþrótta, á stærsta sviði íþróttanna. Klippa: Draumur Ernu Sóleyjar rættist „Ég var án djóks skoppandi. Ég var svo ánægð, svo glöð, og það skein bara af mér hvað ég var ótrúlega ánægð,“ segir Erna Sóley, sem er 24 ára gömul, og bætir við: „Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu. Ég er að reyna að melta þetta núna. Þetta kom smá óvænt. Ég vissi ekkert almennilega að ég væri að komast inn. Þetta eru ótrúlega góðar fréttir.“ Erna Sóley hefur ekki áður keppt á Ólympíuleikunum en hún verður fimmti keppandinn sem kemst inn á leikana fyrir Íslands hönd, en þeir hefjast eftir þrjár vikur í París í Frakklandi, 26. júlí. Anton Sveinn McKee, sundmaður, Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona, hafa öll tryggt sér þátttökurétt á leikunum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Erna Sóley keppir á Ólympíuleikunum í París Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóðaólympíunefndin staðfesti svo í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands núna í morgun. 5. júlí 2024 11:51 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Erna Sóley þurfti að bíða í nagandi óvissu um það hvort að hún fengi sæti á leikunum, eftir að hafa verið í 34. sæti síðasta heimslistans fyrir Ólympíuleikana í París, tveimur sætum frá öruggum farseðli á leikana. En nú er orðið ljóst að hún fær sæti á leikunum og verður fulltrúi íslenskra frjálsíþrótta, á stærsta sviði íþróttanna. Klippa: Draumur Ernu Sóleyjar rættist „Ég var án djóks skoppandi. Ég var svo ánægð, svo glöð, og það skein bara af mér hvað ég var ótrúlega ánægð,“ segir Erna Sóley, sem er 24 ára gömul, og bætir við: „Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu. Ég er að reyna að melta þetta núna. Þetta kom smá óvænt. Ég vissi ekkert almennilega að ég væri að komast inn. Þetta eru ótrúlega góðar fréttir.“ Erna Sóley hefur ekki áður keppt á Ólympíuleikunum en hún verður fimmti keppandinn sem kemst inn á leikana fyrir Íslands hönd, en þeir hefjast eftir þrjár vikur í París í Frakklandi, 26. júlí. Anton Sveinn McKee, sundmaður, Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona, hafa öll tryggt sér þátttökurétt á leikunum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Erna Sóley keppir á Ólympíuleikunum í París Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóðaólympíunefndin staðfesti svo í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands núna í morgun. 5. júlí 2024 11:51 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Erna Sóley keppir á Ólympíuleikunum í París Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóðaólympíunefndin staðfesti svo í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands núna í morgun. 5. júlí 2024 11:51