Munir safnsins geyma merkilega sögu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 09:53 Það eru ótrúlegustu hlutir til sýnis á Hérumbilsafni Gunna Jóns í Brákarey í Borgarnesi. Vísir/Elín Óvenjulegt safn sem legið hefur í kössum í nokkur ár er nú aftur sýnilegt almenningi í Borgarnesi. Munir safnsins geyma merkilega sögu svæðisins en safnstjórinn heldur mest upp á muni frá ömmu og afa. Um er að ræða Hérumbilsafn Gunna Jóns í Borgarnesi en þar er meðal annars atvinnulífs- og íþróttasaga Borgarness varðveitt í ýmsum munum. „Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín Borgarbyggð Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
„Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín
Borgarbyggð Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira