Svar við bréfi Carbfix: Óljósar hótanir ekki vænlegar til árangurs Davíð A Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 10:45 Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar