Vinícius Júnior um Copa klúður Brassa: „Þetta var mér að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 14:30 Vinícius Júnior var svekktur út í sjálfan sig eftir að óþarfa gul spjöld komu honum í leikbann í mikilvægum leik. Getty/Ezra Shaw Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar í ár sem eru mikil vonbrigði fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Copa América Brasilía Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Copa América Brasilía Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti