1-0 Holland
Xavi Simons kom Hollendingum yfir eftir aðeins sjö mínútur. Stórkostlegt einstaklingsframtak þar sem Simons vann boltann af Declan Rice, keyrði svo sjálfur og skaut þrumuskoti framhjá Jordan Pickford í markinu.
Xavi Simons⚽️ Bomba⚡️ BOBA⚡️ Holland-England 1-0🇳🇱🏴 pic.twitter.com/ZwUVznqTpG
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024
1-1
Englendingar jöfnuðu úr vítaspyrnu eftir að Denzel Dumfries braut á Harry Kane, sem steig sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
VAR👉víti 👉og Harry Kane⚽️ England jafnar 1-1. Þvílík byrjun! pic.twitter.com/0f12ltU3FR
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024
2-1 England
Varamaðurinn Ollie Watkins varð svo hetja Englendinga þegar hann skoraði sigurmarkið úr erfiðu færi, með mann í bakinu og þröngan skotvinkil en sneri sér vel og laumaði boltanum meðfram jörðinni í fjærhornið.
OLLIE WATKINS!⚽️ Sléttar 90 mínútur og núll sekúndur á klukkunni þegar Watkins skorar sigurmarkið og kemur Englendingum í úrslitaleikinn🏴 pic.twitter.com/KWOgrcaQ4v
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024