„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ „Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 19.3.2025 22:11
Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19.3.2025 21:00
„Við vorum mjög sigurvissar“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og komum tilbúnar“ sagði Ísabella Ósk Sigurðardóttir eftir sigur Grindavíkur í bikarundanúrslitum gegn Þór Akureyri. Hún átti stóran þátt í sigrinum með sínum 14 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 blokkum. 18.3.2025 22:20
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Grindavík vann 92-80 gegn Þór Akureyri í svakalega sveiflukenndum undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík hefndi þar með fyrir tapið gegn Þór í undanúrslitum í fyrra og mun mæta Njarðvík í úrslitaleiknum næsta laugardag. 18.3.2025 22:00
„Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ „Við vorum alls ekki góðir í kvöld og getum sagt að það eina sem við tökum með úr þessum leik eru tvö stig“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir að hafa séð sína menn kreista út 85-81 sigur gegn föllnu liði Hauka í nítjándu umferð Bónus deildar karla. 6.3.2025 21:30
Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur. 6.3.2025 21:00
„Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ „Alltaf geggjað að vinna Haukana og hvað þá að koma svona til baka í seinni og klára þetta svona fallega eins og við gerðum“ sagði Jóhannes Berg Andrason, sem átti risaþátt í 28-25 útisigri FH í nágrannaslag gegn Haukum. 4.3.2025 21:36
Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér. 4.3.2025 21:00
„Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri „Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram. 1.3.2025 16:14
Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni. 1.3.2025 15:00
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent