Þau vilja ekki leysa vandann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 09:01 Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki. Annars vegar eru réttmætar efasemdir almennings um að afnám samkeppni skili öllum sem hlut eiga að máli ábata; bændum, afurðastöðvum og neytendum. Í þessu samhengi telur fólk að sérhagsmunir hafi verið teknir fram yfir almannahagsmuni. Hins vegar eru einnig réttmætar efasemdir um að með þessu sé verið að taka á helsta rekstrarvanda landbúnaðarins. Þvert á móti sé verið að loka augunum fyrir honum. Raunverulegi vandinn Enginn dregur í efa að stækkun framleiðslueininga leiðir oft til aukinnar framleiðni og ábata. Hitt er jafn þekkt lögmál að einokun og fákeppni kemur í veg fyrir að ábatinn dreifist með réttmætum hætti. Afnám samkeppnisreglna kallar í raun á að verðákvarðanir flytjist frá markaðnum til opinberra aðila. Það er ekki skilvirk leið en eiginlega óhjákvæmileg ef samkeppnisreglur eru teknar úr gildi. Eins og staðan er núna eru bændur og neytendur úti á berangri meðan milliliðirnir byggja sér skjól eftir eigin geðþótta. Og vega og meta síðan hvort og hvaða brauðmola eigi að láta af hendi. Með uppklappi frá ríkisstjórnarflokkunum. Síðan er hitt að ekki hefur verið sýnt fram á að skortur á heimildum til sameiningar afurðastöðva hafi verið helsti vandi landbúnaðarins. Þvert á móti voru slíkar heimildir þegar fyrir hendi gegn sambærilegum skilyrðum og eru í nágrannaríkjunum um að samkeppnisyfirvöld geti gætt að hagsmunum bænda og neytenda. Í Morgunblaðsviðtali sagði forstjóri Norðlenska og Kjarnafæðis að rekstur þess hefði gengið ágætlega en fjármagnskostnaðurinn væri helsta hindrunin. Ég held að forstjórinn segi satt um þann raunverulega vanda sem þarf að takast á við. En það verður ekki gert með því að klippa á samkeppnisreglur. Gömul saga Þetta eru að vísu ekki ný tíðindi. Árum saman hefur legið fyrir að fjármagnskostnaður væri helsta ástæðan fyrir ójöfnum samkeppnisskilyrðum milli landbúnaðar á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Þetta er líka í samræmi við áhyggjur margra bænda af sligandi vaxtakostnaði en þær komu skýrt fram í samtali við bændur á ferðum mínum um landið á síðustu vikum og mánuðum. Þá vaknar spurningin hvers vegna þingmenn stjórnarflokkanna byrja ekki að taka á þessum raunverulega vanda landbúnaðarins. Þeir vita hvað þarf að gera. Klípan er sú að það vilja þeir ekki. Því ráða ekki bara kreddur heldur einnig oftrú á miðstýringu og millifærslum. Frjáls gjaldeyrisviðskipti eru grunnregla í íslenskum rétti. En af því að krónan er ósamkeppnishæf er undantekningin frá frjálsum viðskiptum gerð að aðalreglu. Með pólitískri meðvitund gömlu flokkanna. Líka þeim flokki sem kenndi sig eitt sinn við frelsi og samkeppni. Til að tryggja síðan fjármálastöðugleika er bændum og afurðastöðvum, líkt og heimilunum bannað að taka lán á sömu kjörum og sjávarútvegsfyrirtækin, flugfélögin, stærstu hótelin, stóriðjan og þekkingariðnaðurinn. Við vitum að stýrivextir snerta ekki alla í samfélaginu okkar. Í þessu öllu felst hvorki efnahagslegt né félagslegt réttlæti. Jöfn tækifæri eða forræðishyggja Hinn hugmyndafræðilegi ágreiningur snýst einmitt um þetta. Þingmenn stjórnarflokkanna vilja kaupa framhaldslíf krónunnar því verði að takmarka frjáls viðskipti. Og þvinga þar með bændur, afurðastöðvar og heimilin í landinu til að greiða hærri vexti en þeir sem eru í aðstöðu til að njóta frelsisins. Þingmenn Viðreisnar vilja hins vegar fórna krónunni til þess að tryggja bændum, afurðastöðvum og heimilum landsins jafna möguleika. Að þau njóti jafnra tækifæra á við útflutningsfyrirtækin til að sækja lánsfjármagn í sama vaxtaumhverfi og útflutningsgreinarnar. Viðreisn vill einfaldlega að allir eigi þess kost að greiða svipaða vexti og í nágrannalöndunum eða allt að þrisvar sinnum lægri vexti. En ekki bara sumir. Þetta er á endanum eina leiðin sem getur tryggt bændum jafna samkeppnisstöðu á við bændur á öðrum Norðurlöndum. Hér róa á annað borðið þeir sem trúa á forsjárhyggju, miðstýringu og höft. Á hitt borðið róa þeir sem trúa á samfélag jafnra tækifæra og einstaklingsfrelsi. Tökum samtalið um raunverulega vandann Vegna sérstöðu landbúnaðarins og mikilvægis hans erum við sem sitjum á þingi fyrir Viðreisn alveg opin fyrir því að hann njóti rýmri reglna og sértæks stuðnings. En hitt að afnema samkeppnisreglur er með öllu óviðunandi. Og án þess að fela þriðja aðila að ákveða verð til bænda og neytenda er það efnahagslega dæmt til að mistakast og siðferðilega rangt. Kjarni málsins er sá að afnám samkeppnisreglna leysir ekki kreppuna í íslenskum landbúnaði. Engan veginn. Það verður ekki gert nema að taka á því sem kreppunni veldur. Það er sannarlega að mörgu að hyggja þegar koma þarf kerfinu og grunnstoðunum í lag. Eftir að hafa sótt fund Bændasamtakanna á Selfossi síðastliðið haust undir yfirskriftinni „Tökum samtalið“ skrifaði ég grein í Bændablaðið þar sem ég varpaði upp ýmsum álitaefnum varðandi klemmu landbúnaðarins og tók vel í beiðni bændaforystunnar um samtal við stjórnmálin. Ég er enn sannfærð um að einlægt samtal um raunverulegan vanda landbúnaðarins sé líklegra til að finna árangursríkar leiðir en það bráðræði þingmanna stjórnarflokkanna og sú hneisa þeirra að afnema allar samkeppnisreglur. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Búvörusamningar Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki. Annars vegar eru réttmætar efasemdir almennings um að afnám samkeppni skili öllum sem hlut eiga að máli ábata; bændum, afurðastöðvum og neytendum. Í þessu samhengi telur fólk að sérhagsmunir hafi verið teknir fram yfir almannahagsmuni. Hins vegar eru einnig réttmætar efasemdir um að með þessu sé verið að taka á helsta rekstrarvanda landbúnaðarins. Þvert á móti sé verið að loka augunum fyrir honum. Raunverulegi vandinn Enginn dregur í efa að stækkun framleiðslueininga leiðir oft til aukinnar framleiðni og ábata. Hitt er jafn þekkt lögmál að einokun og fákeppni kemur í veg fyrir að ábatinn dreifist með réttmætum hætti. Afnám samkeppnisreglna kallar í raun á að verðákvarðanir flytjist frá markaðnum til opinberra aðila. Það er ekki skilvirk leið en eiginlega óhjákvæmileg ef samkeppnisreglur eru teknar úr gildi. Eins og staðan er núna eru bændur og neytendur úti á berangri meðan milliliðirnir byggja sér skjól eftir eigin geðþótta. Og vega og meta síðan hvort og hvaða brauðmola eigi að láta af hendi. Með uppklappi frá ríkisstjórnarflokkunum. Síðan er hitt að ekki hefur verið sýnt fram á að skortur á heimildum til sameiningar afurðastöðva hafi verið helsti vandi landbúnaðarins. Þvert á móti voru slíkar heimildir þegar fyrir hendi gegn sambærilegum skilyrðum og eru í nágrannaríkjunum um að samkeppnisyfirvöld geti gætt að hagsmunum bænda og neytenda. Í Morgunblaðsviðtali sagði forstjóri Norðlenska og Kjarnafæðis að rekstur þess hefði gengið ágætlega en fjármagnskostnaðurinn væri helsta hindrunin. Ég held að forstjórinn segi satt um þann raunverulega vanda sem þarf að takast á við. En það verður ekki gert með því að klippa á samkeppnisreglur. Gömul saga Þetta eru að vísu ekki ný tíðindi. Árum saman hefur legið fyrir að fjármagnskostnaður væri helsta ástæðan fyrir ójöfnum samkeppnisskilyrðum milli landbúnaðar á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Þetta er líka í samræmi við áhyggjur margra bænda af sligandi vaxtakostnaði en þær komu skýrt fram í samtali við bændur á ferðum mínum um landið á síðustu vikum og mánuðum. Þá vaknar spurningin hvers vegna þingmenn stjórnarflokkanna byrja ekki að taka á þessum raunverulega vanda landbúnaðarins. Þeir vita hvað þarf að gera. Klípan er sú að það vilja þeir ekki. Því ráða ekki bara kreddur heldur einnig oftrú á miðstýringu og millifærslum. Frjáls gjaldeyrisviðskipti eru grunnregla í íslenskum rétti. En af því að krónan er ósamkeppnishæf er undantekningin frá frjálsum viðskiptum gerð að aðalreglu. Með pólitískri meðvitund gömlu flokkanna. Líka þeim flokki sem kenndi sig eitt sinn við frelsi og samkeppni. Til að tryggja síðan fjármálastöðugleika er bændum og afurðastöðvum, líkt og heimilunum bannað að taka lán á sömu kjörum og sjávarútvegsfyrirtækin, flugfélögin, stærstu hótelin, stóriðjan og þekkingariðnaðurinn. Við vitum að stýrivextir snerta ekki alla í samfélaginu okkar. Í þessu öllu felst hvorki efnahagslegt né félagslegt réttlæti. Jöfn tækifæri eða forræðishyggja Hinn hugmyndafræðilegi ágreiningur snýst einmitt um þetta. Þingmenn stjórnarflokkanna vilja kaupa framhaldslíf krónunnar því verði að takmarka frjáls viðskipti. Og þvinga þar með bændur, afurðastöðvar og heimilin í landinu til að greiða hærri vexti en þeir sem eru í aðstöðu til að njóta frelsisins. Þingmenn Viðreisnar vilja hins vegar fórna krónunni til þess að tryggja bændum, afurðastöðvum og heimilum landsins jafna möguleika. Að þau njóti jafnra tækifæra á við útflutningsfyrirtækin til að sækja lánsfjármagn í sama vaxtaumhverfi og útflutningsgreinarnar. Viðreisn vill einfaldlega að allir eigi þess kost að greiða svipaða vexti og í nágrannalöndunum eða allt að þrisvar sinnum lægri vexti. En ekki bara sumir. Þetta er á endanum eina leiðin sem getur tryggt bændum jafna samkeppnisstöðu á við bændur á öðrum Norðurlöndum. Hér róa á annað borðið þeir sem trúa á forsjárhyggju, miðstýringu og höft. Á hitt borðið róa þeir sem trúa á samfélag jafnra tækifæra og einstaklingsfrelsi. Tökum samtalið um raunverulega vandann Vegna sérstöðu landbúnaðarins og mikilvægis hans erum við sem sitjum á þingi fyrir Viðreisn alveg opin fyrir því að hann njóti rýmri reglna og sértæks stuðnings. En hitt að afnema samkeppnisreglur er með öllu óviðunandi. Og án þess að fela þriðja aðila að ákveða verð til bænda og neytenda er það efnahagslega dæmt til að mistakast og siðferðilega rangt. Kjarni málsins er sá að afnám samkeppnisreglna leysir ekki kreppuna í íslenskum landbúnaði. Engan veginn. Það verður ekki gert nema að taka á því sem kreppunni veldur. Það er sannarlega að mörgu að hyggja þegar koma þarf kerfinu og grunnstoðunum í lag. Eftir að hafa sótt fund Bændasamtakanna á Selfossi síðastliðið haust undir yfirskriftinni „Tökum samtalið“ skrifaði ég grein í Bændablaðið þar sem ég varpaði upp ýmsum álitaefnum varðandi klemmu landbúnaðarins og tók vel í beiðni bændaforystunnar um samtal við stjórnmálin. Ég er enn sannfærð um að einlægt samtal um raunverulegan vanda landbúnaðarins sé líklegra til að finna árangursríkar leiðir en það bráðræði þingmanna stjórnarflokkanna og sú hneisa þeirra að afnema allar samkeppnisreglur. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun