Kólumbíumenn komust í úrslitaleikinn tíu á móti ellefu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 06:30 Davinson Sanchez fagnar Jefferson Lerma í leikslok en sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið í leiknum. Getty/Robin Alam Kólumbía tryggði sér sæti í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt eftir 1-0 sigur á Úrúgvæ í undanúrslitaleik þjóðanna. Kólumbíumenn mæta heimsmeisturum Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Argentína vann 2-0 sigur á Kanada í fyrri undanúrslitaleiknum. 🇦🇷 𝐀𝐫𝐠𝐞𝐧𝐭𝐢𝐧𝐚 𝐯𝐬. 𝐂𝐨𝐥𝐨𝐦𝐛𝐢𝐚 🇨🇴THE 2024 COPA AMÉRICA FINAL IS SET ⚔️ pic.twitter.com/lwwaNl5ZFZ— B/R Football (@brfootball) July 11, 2024 Eina mark leiksins skoraði Jefferson Lerma á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá James Rodríguez. Þetta var sjötta stoðsending James í keppninni. Hann er sá fyrsti sem nær því á stórmóti karla í fótbolta síðan Pele gerði það á HM 1970 í Mexíkó. Daniel Muñoz fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir sitt annað gula spjald og Kólumbíumenn voru því manni færri allan seinni hálfleikinn. Kólumbíumenn hafa nú leikið 28 leiki í röð án þess að tapa eða alla leiki sína frá því að þeir töpuðu fyrir Argentínu í febrúar 2022. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem Kólumbía spilar til úrslita í Copa América eða síðan þeir unnu keppnina á heimavelli árið 2001. Þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur þjóðarinnar eftir tap í úrslitaleiknum árið 1975. Uruguay players fighting Columbia fans in the stands is WILD!! This is like Ron Artest and the pistons fans in Detroit! Holy crap Malice at the palace 2024 pic.twitter.com/ec5AebzMn9— Alex Micheletti (@AlexMicheletti) July 11, 2024 Það voru ljótar senur í leikslok. Liverpool maðurinn Darwin Núnez sást þá slá kólumbískan stuðningsmann eftir að hann og fullt af liðsfélögum fóru upp í stúku inn í hóp kólumbískra stuðningsmanna. Leikmennirnir sögðust hafa verið að verja fjölskyldumeðlimi sína og sögðu enga lögreglu hafa verið á svæðinu til að halda stuðningsfólki Kólumbíu í skefjum. Núnez hafði farið illa með fjölda færa í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Luis Suárez skaut í stöngina eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum. Copa América Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Kólumbíumenn mæta heimsmeisturum Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Argentína vann 2-0 sigur á Kanada í fyrri undanúrslitaleiknum. 🇦🇷 𝐀𝐫𝐠𝐞𝐧𝐭𝐢𝐧𝐚 𝐯𝐬. 𝐂𝐨𝐥𝐨𝐦𝐛𝐢𝐚 🇨🇴THE 2024 COPA AMÉRICA FINAL IS SET ⚔️ pic.twitter.com/lwwaNl5ZFZ— B/R Football (@brfootball) July 11, 2024 Eina mark leiksins skoraði Jefferson Lerma á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá James Rodríguez. Þetta var sjötta stoðsending James í keppninni. Hann er sá fyrsti sem nær því á stórmóti karla í fótbolta síðan Pele gerði það á HM 1970 í Mexíkó. Daniel Muñoz fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir sitt annað gula spjald og Kólumbíumenn voru því manni færri allan seinni hálfleikinn. Kólumbíumenn hafa nú leikið 28 leiki í röð án þess að tapa eða alla leiki sína frá því að þeir töpuðu fyrir Argentínu í febrúar 2022. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem Kólumbía spilar til úrslita í Copa América eða síðan þeir unnu keppnina á heimavelli árið 2001. Þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur þjóðarinnar eftir tap í úrslitaleiknum árið 1975. Uruguay players fighting Columbia fans in the stands is WILD!! This is like Ron Artest and the pistons fans in Detroit! Holy crap Malice at the palace 2024 pic.twitter.com/ec5AebzMn9— Alex Micheletti (@AlexMicheletti) July 11, 2024 Það voru ljótar senur í leikslok. Liverpool maðurinn Darwin Núnez sást þá slá kólumbískan stuðningsmann eftir að hann og fullt af liðsfélögum fóru upp í stúku inn í hóp kólumbískra stuðningsmanna. Leikmennirnir sögðust hafa verið að verja fjölskyldumeðlimi sína og sögðu enga lögreglu hafa verið á svæðinu til að halda stuðningsfólki Kólumbíu í skefjum. Núnez hafði farið illa með fjölda færa í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Luis Suárez skaut í stöngina eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum.
Copa América Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira