Ákvörðun var tekin á síðasta ári að Greenwood myndi ekki leika aftur fyrir Manchester United þrátt fyrir að ákærur gegn honum um heimilisofbeldi hafi verið felldar niður.
Hann var sendur til Getafe á láni á síðasta tímabili og nú leitast Manchester United við að losa sig algjörlega við hann.
Olympique de Marseille er eitt af mörgum áhugasömum félögum og er sagt hafa boðið 30 milljónir punda í leikmanninn. Tilboð sem Manchester United féllst á en eftir stendur hvort Greenwood nái samkomulagi við Marseille og samþykki skiptin.
Borgarstjórinn Benoit Payan mótmælti kaupunum harðlega.
🇫🇷❌ Mason Greenwood | “It’s a disgrace” – Marseille mayor Benoît Payan furious about potential arrival from Manchester United
— Sport Witness (@Sport_Witness) July 9, 2024
🗨️ - "Greenwood's behaviour is unspeakable, unacceptable. Hitting his wife... I saw images that deeply shocked me. Attacking his wife in this way is… pic.twitter.com/RG2f9mKhpa
„Hegðun Greenwood er ólýsanleg, algjörlega óásættanleg… Ég sá myndir sem særðu mig djúpt. Að murka eiginkonu sína svona er engum manni stætt og ég vil ekki sjá hann í liðinu,“ sagði borgarstjórinn í viðtali á frönsku útvarpsstöðinni RMC.
„Þetta samrýmist ekki gildum OM eða Marseille, sannkölluð skömm. Ég mun biðja Pablo Longoria [forseta Marseille] um að hætta við kaupin. Ég vil ekki sjá félagið mitt þakið þeirri skömm að hafa ofbeldismann innanborðs,“ hélt hann svo áfram.